Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:12 Bubbi með laxinn sem hann fékk á Eyrinni Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni. Stangveiði Mest lesið 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði
Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði