Þeir sem horfa ekki á Eurovision fá 91 sm sjóbirtinga Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2015 22:42 91 sm sjóbirtingur sem Erlingur landaði á meðan aðrir horfðu á Eurovision Mynd: Erlingur Snær Loftsson Núna situr stór hluti þjóðarinnar við sjónvarpið og fylgist með Eurovision en örfáir harðjaxlar láta þessa keppni alveg framhjá sér fara og eru úti að veiða. Einn ef þeim sem valdi veiðistöngina fram yfir stigagjöfina í Eurovision er Erlingur Snær Loftsson en hann var við sjóbirtingsveiðar í Ytri Rangá í kvöld og var fyrir nokkrum mínútum að landa þessum fallega sjóbirting sem sést á meðfylgjandi mynd. Þennan fisk veiddi hann í Djúpós sem er velþekktur veiðistaður en við sögðum einmitt frá því fyrr í dag að norskur veiðimaður hafi tekið fyrsta lax sumarins þarna í gærkvöldi þegar hann var að leita að sjóbirting. Þetta er langur og skemmtilegur veiðistaður og greinilegt að þarna má finna flotta fiska á þessum tíma árs. Sjóbirtingurinn hjá Erlingi tók flugu sem hann hnýtti sjálfur og hefur ekki fengið nafn ennþá. Hann hefur auk þess fengið hressilegar tökur á Bizmo en ekki hafa þær tökur verið nógu kraftmiklar til að fiskurinn festi sig á króknum. Þess skal geta að stóri birtingurinn fékk að fara aftur í ánna að lokinni viðureign. Stangveiði Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Núna situr stór hluti þjóðarinnar við sjónvarpið og fylgist með Eurovision en örfáir harðjaxlar láta þessa keppni alveg framhjá sér fara og eru úti að veiða. Einn ef þeim sem valdi veiðistöngina fram yfir stigagjöfina í Eurovision er Erlingur Snær Loftsson en hann var við sjóbirtingsveiðar í Ytri Rangá í kvöld og var fyrir nokkrum mínútum að landa þessum fallega sjóbirting sem sést á meðfylgjandi mynd. Þennan fisk veiddi hann í Djúpós sem er velþekktur veiðistaður en við sögðum einmitt frá því fyrr í dag að norskur veiðimaður hafi tekið fyrsta lax sumarins þarna í gærkvöldi þegar hann var að leita að sjóbirting. Þetta er langur og skemmtilegur veiðistaður og greinilegt að þarna má finna flotta fiska á þessum tíma árs. Sjóbirtingurinn hjá Erlingi tók flugu sem hann hnýtti sjálfur og hefur ekki fengið nafn ennþá. Hann hefur auk þess fengið hressilegar tökur á Bizmo en ekki hafa þær tökur verið nógu kraftmiklar til að fiskurinn festi sig á króknum. Þess skal geta að stóri birtingurinn fékk að fara aftur í ánna að lokinni viðureign.
Stangveiði Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði