Tók 50 silunga á einni morgunstund í Sauðlauksvatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2015 20:53 21 bleikja úr Sauðlauksvatni í morgun Mynd: Jón Sigurðsson Þessa dagana er flugnaklakið að byrja og lífríkið að taka við sér í vötnunum og þegar það gerist geta veiðimenn lent í feyknagóðri veiði. Þeir sem síðan þekkja sín heimavötn og réttu veiðistaðina við þau á hverjum tíma fyrir sig gera líka oft góða veiði þegar aðstæður eru réttar. Það er óhætt að segja að Jón Sigurðsson hafi hitt á réttar aðstæður með réttar flugur að vopni í vatni sem hann þekkir greinilega vel en hann fékk 50 fiska á góðri morgunstund við Sauðlauksvatn í morgun. 21 bleikju og 29 urriða. "Ég byrjaði með Sigga Rauð og Rúnka rauð og var búinn að landa 29 stykkjum um 1o leitið og fannst þá tökurnar grynnka til muna. Ég setti þá undir Herdísi númer #10 og reif inn 21 bleikju á tveimur tímum" sagði Jón Sigurðsson í spjalli við Veiðivísi nú undir kvöld. Miðað við hvernig aðstæðurnar í vatninu hafa verið má reikna með að næstu 2 vikur geti orðið mjög góðar í vatninu. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessa flottu veiði hjá Jóni ásamt flugunum sem hann notaði til að setja í þennan fína afla. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur skemmtilegum veiðifréttum og veiðimyndum hér á Veiðivísi með því að senda okkur tölvupóst á kalli@365.is. Við drögum um eitt Veiðikort á viku úr innsendum fréttum næstu vikurnar svo hver veit nema veiðilukkan verði með þér? Mynd: Jón Sigurðsson Stangveiði Mest lesið 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði
Þessa dagana er flugnaklakið að byrja og lífríkið að taka við sér í vötnunum og þegar það gerist geta veiðimenn lent í feyknagóðri veiði. Þeir sem síðan þekkja sín heimavötn og réttu veiðistaðina við þau á hverjum tíma fyrir sig gera líka oft góða veiði þegar aðstæður eru réttar. Það er óhætt að segja að Jón Sigurðsson hafi hitt á réttar aðstæður með réttar flugur að vopni í vatni sem hann þekkir greinilega vel en hann fékk 50 fiska á góðri morgunstund við Sauðlauksvatn í morgun. 21 bleikju og 29 urriða. "Ég byrjaði með Sigga Rauð og Rúnka rauð og var búinn að landa 29 stykkjum um 1o leitið og fannst þá tökurnar grynnka til muna. Ég setti þá undir Herdísi númer #10 og reif inn 21 bleikju á tveimur tímum" sagði Jón Sigurðsson í spjalli við Veiðivísi nú undir kvöld. Miðað við hvernig aðstæðurnar í vatninu hafa verið má reikna með að næstu 2 vikur geti orðið mjög góðar í vatninu. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessa flottu veiði hjá Jóni ásamt flugunum sem hann notaði til að setja í þennan fína afla. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur skemmtilegum veiðifréttum og veiðimyndum hér á Veiðivísi með því að senda okkur tölvupóst á kalli@365.is. Við drögum um eitt Veiðikort á viku úr innsendum fréttum næstu vikurnar svo hver veit nema veiðilukkan verði með þér? Mynd: Jón Sigurðsson
Stangveiði Mest lesið 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Veiði