Kastað til Bata í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2015 19:48 Hressar konur sem tóku þátt í "Kastað til Bata" í Laxá í Kjós Það var glatt á hjalla í veiðihúsinu við Laxá í Kjós í fyrradag en þá fór fram verkefnið "Kastað til bata" á vegum Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Vanir veiðimenn voru með í för og þrátt fyrir erfið skilyrði, ískalt og þokkaleg gola, veiddu konurnar nokkra fallega sjóbirtinga og þrátt fyrir að margar þeirra væru að kasta flugu í fyrsta skipti voru þær geysilega efnilegar. Veiðifélagið Hreggnasi bauð konunum til veiða og þess ber að geta að allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína. Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Lax að stökkva á Breiðunni í Langá Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Hreindýrum verði stýrt á heimaslóð Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði
Það var glatt á hjalla í veiðihúsinu við Laxá í Kjós í fyrradag en þá fór fram verkefnið "Kastað til bata" á vegum Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Vanir veiðimenn voru með í för og þrátt fyrir erfið skilyrði, ískalt og þokkaleg gola, veiddu konurnar nokkra fallega sjóbirtinga og þrátt fyrir að margar þeirra væru að kasta flugu í fyrsta skipti voru þær geysilega efnilegar. Veiðifélagið Hreggnasi bauð konunum til veiða og þess ber að geta að allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Lax að stökkva á Breiðunni í Langá Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Hreindýrum verði stýrt á heimaslóð Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 100 sentímetra lax í Breiðdalsá Veiði