Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2015 10:39 Veiðimaður sleppir sjóbirting í Káranesfljóti í Laxá í Kjós Mynd: Hreggnasi Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Stangveiði Mest lesið Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 150 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði
Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa.
Stangveiði Mest lesið Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 150 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði