Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2015 20:51 Veiðimenn hafa lengi deilt og skeggrætt hvert laxinn fer þegar hann gengur til sjávar og nú er líklega hægt að skera á hnútinn í þessari deilu. Þann 16. apríl var fyrirlestur þar sem sagt varfrá rannsóknum Veiðimálastofnunar á ferðum laxa í sjó. Eins og segir á vef Veiðimálastofnunar:"Gönguseiðum var sleppt í Kiðafellsá í Kjós vorin 2005 og 2006 og voru seiðin merkt með mælimerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna. Mælimerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og mældu hita og dýpi á klukkustundar fresti. Við aflestur endurheimtra merkja og með þróuðum líkindareikningi reyndist unnt að rekja ferðir laxanna í hafinu". Það er magnað að skoða þetta myndband og sjá hvernig laxinn hagar sér þegar í sjó er komið og víst að margir verða hissa þegar þeir sjá bæði hvert hann fer og hversu lengi hann er þar. Þeir sem vilja lesa meira um þetta geta smellt hér. Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði
Veiðimenn hafa lengi deilt og skeggrætt hvert laxinn fer þegar hann gengur til sjávar og nú er líklega hægt að skera á hnútinn í þessari deilu. Þann 16. apríl var fyrirlestur þar sem sagt varfrá rannsóknum Veiðimálastofnunar á ferðum laxa í sjó. Eins og segir á vef Veiðimálastofnunar:"Gönguseiðum var sleppt í Kiðafellsá í Kjós vorin 2005 og 2006 og voru seiðin merkt með mælimerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna. Mælimerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og mældu hita og dýpi á klukkustundar fresti. Við aflestur endurheimtra merkja og með þróuðum líkindareikningi reyndist unnt að rekja ferðir laxanna í hafinu". Það er magnað að skoða þetta myndband og sjá hvernig laxinn hagar sér þegar í sjó er komið og víst að margir verða hissa þegar þeir sjá bæði hvert hann fer og hversu lengi hann er þar. Þeir sem vilja lesa meira um þetta geta smellt hér.
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði