Tveir mánuðir í að veiðin byrji Karl Lúðvíksson skrifar 2. febrúar 2015 09:44 Mynd: Þorsteinn Stefánsson Það hljómar örugglega eins og nett bilun hjá þeim sem hafa engan áhuga á veiði að heyra veiðimenn telja niður þessa dagana. Fyrsti veiðidagurinn er nefnilega eftir ekki nema tvo mánuði og það er löngu ljóst að óþreyjufullum veiðimönnum fjölgar. Janúarútsölur veiðibúðanna gáfu veiðimönnum tækifæri til að fara í gegnum dótið og sjá hvað vantaði, sú aðgerð ein og sér kallar fram ákveðna veiðilöngun svo ekki sé talað um þegar búið er að kaupa nýtt dót sem bókstaflega kallar á að prófa vatn í fyrsta skipti. Einhverjir geta þó dundað sér við að hnýta flugur og sýn leikmannsins á þessa aðgerð að sitja rólegur í stól og binda fjöður á öngul hlýtur að líta út sem hugarró hin mesta. En það er ekki þannig, í það minnsta ekki alltaf, því um leið og flott fluga hefur fæðst í höndum hnýtarans kviknar á hugmynd um hvar hún skuli prófuð og fullvissan um að hér að hér sé veiðið afbrigði með eindæmum. Þessa flugu verður að prófa en ekki fyrr en eftir tvo mánuði. Þetta ærir óstöðugan! Spennan sem svona margir þættir hafa á stangveiðimenn, þ.e.a.s. biðin eftir fyrsta veiðidegi ársins, prófa nýjar græjur, prófa nýjar flugur og nýja veiðistaði gerir menn ekkert að neinni rólyndistýpu. Við sem höfum stundað veiði í áratugi erum bara komnir á þann aldur að geta falið þennan óróleika undir fyrstu broshrukkunum. Undir niðri kraumar spennan og hún fer ekki í ró fyrr en í fyrsta kasti í vor. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði
Það hljómar örugglega eins og nett bilun hjá þeim sem hafa engan áhuga á veiði að heyra veiðimenn telja niður þessa dagana. Fyrsti veiðidagurinn er nefnilega eftir ekki nema tvo mánuði og það er löngu ljóst að óþreyjufullum veiðimönnum fjölgar. Janúarútsölur veiðibúðanna gáfu veiðimönnum tækifæri til að fara í gegnum dótið og sjá hvað vantaði, sú aðgerð ein og sér kallar fram ákveðna veiðilöngun svo ekki sé talað um þegar búið er að kaupa nýtt dót sem bókstaflega kallar á að prófa vatn í fyrsta skipti. Einhverjir geta þó dundað sér við að hnýta flugur og sýn leikmannsins á þessa aðgerð að sitja rólegur í stól og binda fjöður á öngul hlýtur að líta út sem hugarró hin mesta. En það er ekki þannig, í það minnsta ekki alltaf, því um leið og flott fluga hefur fæðst í höndum hnýtarans kviknar á hugmynd um hvar hún skuli prófuð og fullvissan um að hér að hér sé veiðið afbrigði með eindæmum. Þessa flugu verður að prófa en ekki fyrr en eftir tvo mánuði. Þetta ærir óstöðugan! Spennan sem svona margir þættir hafa á stangveiðimenn, þ.e.a.s. biðin eftir fyrsta veiðidegi ársins, prófa nýjar græjur, prófa nýjar flugur og nýja veiðistaði gerir menn ekkert að neinni rólyndistýpu. Við sem höfum stundað veiði í áratugi erum bara komnir á þann aldur að geta falið þennan óróleika undir fyrstu broshrukkunum. Undir niðri kraumar spennan og hún fer ekki í ró fyrr en í fyrsta kasti í vor.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Nýr og betri rjúpusnafs Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Gangan upp fyrir Glanna 65% undir tíu ára meðaltali Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði