Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2015 11:50 Mynd: KL Vötnin loka nú hvert af öðru og í dag er síðasti dagurinn þar sem veiði er leyfð í Elliðavatni. Elliðavatn var mjög sérstakt í sumar en veiðin fór ágætlega af stað þrátt fyrir ískalt vor og veiddu margir vel af vænum urriða fram til loka maí. Þá var eins og vatnið færi í dvala en taka var lengi afskaplega dræm. Þetta skánaði þegar leið á sumarið en fór aldrei almennilega í gang nema í brot úr sumrinu og þá, eins og fyrri daginn, voru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gerði stundum fína veiði. Lykilatriðið að velgengni í vötnunum er að þekkja hegðun fiskins, hvað hann er að taka, hvar hann liggur og við hvaða skilyrði hann tekur best. Það tekur auðvitað tíma að læra þetta en er klárlega þess virði. Til að ná þessu í reynslubankann er ekkert annað en að stunda vötnin af kappi, þannig kemur þetta. Síðasti dagurinn í vatninu er í dag og má reikna með að einhverjir veiðimenn leggji leið sína upp að vatni til að kveðja það fyrir veturinn og bíða þess þá með óþreyju að vatnið opni aftur að ári á sumardaginn fyrsta. Það er góð veiðivon á þessum tíma, sérstaklega seint á kvöldin en þá fer stóri urriðinn sem finnst víða í vatninu á stjá. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Vötnin loka nú hvert af öðru og í dag er síðasti dagurinn þar sem veiði er leyfð í Elliðavatni. Elliðavatn var mjög sérstakt í sumar en veiðin fór ágætlega af stað þrátt fyrir ískalt vor og veiddu margir vel af vænum urriða fram til loka maí. Þá var eins og vatnið færi í dvala en taka var lengi afskaplega dræm. Þetta skánaði þegar leið á sumarið en fór aldrei almennilega í gang nema í brot úr sumrinu og þá, eins og fyrri daginn, voru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gerði stundum fína veiði. Lykilatriðið að velgengni í vötnunum er að þekkja hegðun fiskins, hvað hann er að taka, hvar hann liggur og við hvaða skilyrði hann tekur best. Það tekur auðvitað tíma að læra þetta en er klárlega þess virði. Til að ná þessu í reynslubankann er ekkert annað en að stunda vötnin af kappi, þannig kemur þetta. Síðasti dagurinn í vatninu er í dag og má reikna með að einhverjir veiðimenn leggji leið sína upp að vatni til að kveðja það fyrir veturinn og bíða þess þá með óþreyju að vatnið opni aftur að ári á sumardaginn fyrsta. Það er góð veiðivon á þessum tíma, sérstaklega seint á kvöldin en þá fer stóri urriðinn sem finnst víða í vatninu á stjá.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði