Norðurá aflahæst það sem af er sumri Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2015 12:54 Veiðin í sumar hefur farið mun betur af stað en veiðimenn þorðu að vona eftir aflabrest 2014. Nýr listi yfir afla laxveiðiánna er kominn inná vefsíðuna hjá Landssambandi Veiðifélaga og þar má sjá að Norðurá er hæst með 630 laxa en þess má geta að heildarveiðin í fyrra var 924 laxar. Miðað við góðann gang mála þar verður hún búinn að ná þeirri tölu innan tveggja vikna svo það er líklegt að hún ná 1500 löxum eða meira í sumar sem er mjög gott mál. Blanda er í öðru sæti með 515 laxa en þar hefur veiðin verið mjög góð og hlutfall tveggja ára laxa gott. Þverá og Kjarrá eru að sama skapi í góðum málum með 488 laxa og heildarveiði árið 2014 upp á 1195 verður klárlega bætt svo um munar. Næstu ár á eftir eru Miðfjarðará með 301 lax, Ytri Rangá með 209 laxa, Haffjarðará með 185, Laxá í Aðaldal með 132 laxa, Langá með 130 laxa, FLókadalsá með 130 laxa og Elliðaárnar með 129 laxa. Aðrar ár eru með minna en heildarlistann yfir aflatölur laxveiðiánna má finna hér. Mest lesið Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Gott úrval á stærsta veiðivef landsins Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði Ytri Rangá komin í 7.224 Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Laxinn í forrétt Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði
Veiðin í sumar hefur farið mun betur af stað en veiðimenn þorðu að vona eftir aflabrest 2014. Nýr listi yfir afla laxveiðiánna er kominn inná vefsíðuna hjá Landssambandi Veiðifélaga og þar má sjá að Norðurá er hæst með 630 laxa en þess má geta að heildarveiðin í fyrra var 924 laxar. Miðað við góðann gang mála þar verður hún búinn að ná þeirri tölu innan tveggja vikna svo það er líklegt að hún ná 1500 löxum eða meira í sumar sem er mjög gott mál. Blanda er í öðru sæti með 515 laxa en þar hefur veiðin verið mjög góð og hlutfall tveggja ára laxa gott. Þverá og Kjarrá eru að sama skapi í góðum málum með 488 laxa og heildarveiði árið 2014 upp á 1195 verður klárlega bætt svo um munar. Næstu ár á eftir eru Miðfjarðará með 301 lax, Ytri Rangá með 209 laxa, Haffjarðará með 185, Laxá í Aðaldal með 132 laxa, Langá með 130 laxa, FLókadalsá með 130 laxa og Elliðaárnar með 129 laxa. Aðrar ár eru með minna en heildarlistann yfir aflatölur laxveiðiánna má finna hér.
Mest lesið Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Gott úrval á stærsta veiðivef landsins Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði Ytri Rangá komin í 7.224 Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Laxinn í forrétt Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði