Mars Berglind Pétursdóttir skrifar 2. mars 2015 00:00 Febrúar leið hratt, enda stuttur í annan endann. Í febrúar var nóg við að vera, flestir búnir að gefast upp á janúar-detoxinu svo það var skálað og haldinn hátíðlegur Valentínusardagur, konudagur, öskudagur, sprengidagur og bolludagur. Nú er mars genginn í garð með núll tilheyrandi skemmtilegum dögum (fyrir utan pálmasunnudag, besta dag ársins). Enginn ákveðinn hluti þjóðarinnar fær blómvönd eða klæðir sig í búninga í mars. Í mars er þó búið að búa til ýmislegt skemmtilegt í staðinn, til dæmis Hönnunarmars og Mottumars. Þessir tveir árlegu viðburðir eru haldnir mjög hátíðlegir samtímis í yfirvaraskeggjum víðs vegar um landið. Þar kennir margra vel snyrtra grasa sem dillast á efri vörum í heilan mánuð. Ég hef orðið vör við óánægju þó nokkurra í garð þessarar loðskreytingar manna sinna, ekki eru allir sem hrífast af slíkum hnoðrum og skil ég það vel. Ég bý svo vel að kærastinn minn með mottu lítur út nákvæmlega eins og Ron Burgundy úr kvikmyndinni Anchorman, svo það er að minnsta kosti fyndið. Ég reyni bara að muna að málstaðurinn er góður og það er margt verra en að kyssa mottu í heilan mánuð. Annað sem er frábært við mars er sú staðreynd að páskaeggin eru komin í allar betri verslanir, enda ekki nema fimm vikur til páska. Frá örófi alda hafa Íslendingar rifið páskaegg úr plastinu á páskum og hakkað þau í sig með bestu lyst. Samkvæmt mínum heimildum, Wikipediu, þaðan sem ég fæ allar mínar heimildir, eru páskaegg í kristinni trú tákn um tóma steingröf Jesú Krists. Við höfum skammarlaust keyrt beinustu leið á næsta njálgiðandi nammibar og fyllt þetta tákn af sælgæti sem gerir engum gott. En við hlæjum framan í sykursýkina því við vitum að börnin okkar verða fyrir aðkasti ef þau fá ekki að minnsta kosti þrjú egg af stærstu gerð og hjónabandið er dauðadæmt ef við borðum ekki ástaregg saman. Gleðilegan mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Febrúar leið hratt, enda stuttur í annan endann. Í febrúar var nóg við að vera, flestir búnir að gefast upp á janúar-detoxinu svo það var skálað og haldinn hátíðlegur Valentínusardagur, konudagur, öskudagur, sprengidagur og bolludagur. Nú er mars genginn í garð með núll tilheyrandi skemmtilegum dögum (fyrir utan pálmasunnudag, besta dag ársins). Enginn ákveðinn hluti þjóðarinnar fær blómvönd eða klæðir sig í búninga í mars. Í mars er þó búið að búa til ýmislegt skemmtilegt í staðinn, til dæmis Hönnunarmars og Mottumars. Þessir tveir árlegu viðburðir eru haldnir mjög hátíðlegir samtímis í yfirvaraskeggjum víðs vegar um landið. Þar kennir margra vel snyrtra grasa sem dillast á efri vörum í heilan mánuð. Ég hef orðið vör við óánægju þó nokkurra í garð þessarar loðskreytingar manna sinna, ekki eru allir sem hrífast af slíkum hnoðrum og skil ég það vel. Ég bý svo vel að kærastinn minn með mottu lítur út nákvæmlega eins og Ron Burgundy úr kvikmyndinni Anchorman, svo það er að minnsta kosti fyndið. Ég reyni bara að muna að málstaðurinn er góður og það er margt verra en að kyssa mottu í heilan mánuð. Annað sem er frábært við mars er sú staðreynd að páskaeggin eru komin í allar betri verslanir, enda ekki nema fimm vikur til páska. Frá örófi alda hafa Íslendingar rifið páskaegg úr plastinu á páskum og hakkað þau í sig með bestu lyst. Samkvæmt mínum heimildum, Wikipediu, þaðan sem ég fæ allar mínar heimildir, eru páskaegg í kristinni trú tákn um tóma steingröf Jesú Krists. Við höfum skammarlaust keyrt beinustu leið á næsta njálgiðandi nammibar og fyllt þetta tákn af sælgæti sem gerir engum gott. En við hlæjum framan í sykursýkina því við vitum að börnin okkar verða fyrir aðkasti ef þau fá ekki að minnsta kosti þrjú egg af stærstu gerð og hjónabandið er dauðadæmt ef við borðum ekki ástaregg saman. Gleðilegan mars.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun