Mest sótt um Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 13. febrúar 2015 12:41 Veiðistaðurinn Breiðan í Elliðaánum Mynd: KL Undanfarna daga hefur stjórn og starfsfólk SVFR setið yfir umsóknum um veiðidaga hjá félaginu og sem fyrr er mest sótt um daga í Elliðaánum. Það er því miður þannig að færri komast að en vilja í Elliðaárnar enda njóta þeir mikilla vinsælda hjá félagsmönnum SVFR. "Heilt yfir gekk úthlutun vel og það er ekki merkjanlegur samdráttur á milli ára" sagði Ari Hermóður Jafetson framkvæmdastjóri SVFR. Mikið af umsóknum voru í Hítará og þurfti að draga um nokkur holl þar sem fleiri sóttu um þá ákveðnu daga en komust að. Hítará nýtur gjarnan mikilla vinsælda enda þykir hún sérstaklega góð fyrir smærri hópa. Önnur vinsæl svæði voru til að mynda Andakílsá, Sogið Bíldsfell, Gljúfurá og Fáskrúð í Dölum. Þegar úthlutun til félagsmanna líkur fara þeir veiðidagar sem eftir eru inná vefsölu félagsins sem opnar í næstu viku. Þá geta utanfélagsmenn skoðað þá daga sem eftir eru og það er venjulega mikið bókað fyrstu dagana sem vefsalan opnar svo veiðimenn ættu að fylgjast vel með því þegar hún fer í gang. Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði
Undanfarna daga hefur stjórn og starfsfólk SVFR setið yfir umsóknum um veiðidaga hjá félaginu og sem fyrr er mest sótt um daga í Elliðaánum. Það er því miður þannig að færri komast að en vilja í Elliðaárnar enda njóta þeir mikilla vinsælda hjá félagsmönnum SVFR. "Heilt yfir gekk úthlutun vel og það er ekki merkjanlegur samdráttur á milli ára" sagði Ari Hermóður Jafetson framkvæmdastjóri SVFR. Mikið af umsóknum voru í Hítará og þurfti að draga um nokkur holl þar sem fleiri sóttu um þá ákveðnu daga en komust að. Hítará nýtur gjarnan mikilla vinsælda enda þykir hún sérstaklega góð fyrir smærri hópa. Önnur vinsæl svæði voru til að mynda Andakílsá, Sogið Bíldsfell, Gljúfurá og Fáskrúð í Dölum. Þegar úthlutun til félagsmanna líkur fara þeir veiðidagar sem eftir eru inná vefsölu félagsins sem opnar í næstu viku. Þá geta utanfélagsmenn skoðað þá daga sem eftir eru og það er venjulega mikið bókað fyrstu dagana sem vefsalan opnar svo veiðimenn ættu að fylgjast vel með því þegar hún fer í gang.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði