Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 09:06 Dagur B. Eggertsson með seinni laxinn sinn í morgun Mynd: KL Fyrsti laxinn kom upp í Elliðaánum í morgun þegar áin var opnuð fyrir veiði og það var frítt föruneyti við bakkann í morgun. Reykvíkingur ársins Hanna Sigrún Guðrún Sigurjónsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Fosskvörn um 7:30 sem var 4 punda nýgengin hrygna. Dagur B. Eggertsson fékk líka tækifæri til að renna í ánna og undir handleiðslu Ásgeirs Heiðars fór Borgarstjórinn á Breiðuna sem er oft mjög gjöful á þessum tíma, sérstaklega eins og í morgun þegar flóði var rétt nýlokið. Strax í fyrsta rennsli, klukkan átta, ofarlega á Breiðunni setur Dagur í lax sem hann landaði örugglega. Þetta var frekar smár lax eða um 3 pund sem tók maðk. Þegar laxinum hafði verið landað var rennt aftur í Breiðina og þar tók annar lax örfáum mínútum seinna. Sá var greinilega stærri og þurfti aðeins að hafa meira fyrir því að ná honum á land. Dagur landaði þeim laxi sem reyndist vera rúmlega 5 punda hrygna, feit og vel haldin. Þegar Veiðivísir kvaddi árnar voru fleiri laxar sem sáust í ánni svo það er líklegt að það komi fleiri á land í dag. Laxar hafa sést í ánni síðustu daga og það verður gaman að fylgjast með ánni á næstunni og sjá hvernig göngurnar skila sér í hana. Stangveiði Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði
Fyrsti laxinn kom upp í Elliðaánum í morgun þegar áin var opnuð fyrir veiði og það var frítt föruneyti við bakkann í morgun. Reykvíkingur ársins Hanna Sigrún Guðrún Sigurjónsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Fosskvörn um 7:30 sem var 4 punda nýgengin hrygna. Dagur B. Eggertsson fékk líka tækifæri til að renna í ánna og undir handleiðslu Ásgeirs Heiðars fór Borgarstjórinn á Breiðuna sem er oft mjög gjöful á þessum tíma, sérstaklega eins og í morgun þegar flóði var rétt nýlokið. Strax í fyrsta rennsli, klukkan átta, ofarlega á Breiðunni setur Dagur í lax sem hann landaði örugglega. Þetta var frekar smár lax eða um 3 pund sem tók maðk. Þegar laxinum hafði verið landað var rennt aftur í Breiðina og þar tók annar lax örfáum mínútum seinna. Sá var greinilega stærri og þurfti aðeins að hafa meira fyrir því að ná honum á land. Dagur landaði þeim laxi sem reyndist vera rúmlega 5 punda hrygna, feit og vel haldin. Þegar Veiðivísir kvaddi árnar voru fleiri laxar sem sáust í ánni svo það er líklegt að það komi fleiri á land í dag. Laxar hafa sést í ánni síðustu daga og það verður gaman að fylgjast með ánni á næstunni og sjá hvernig göngurnar skila sér í hana.
Stangveiði Mest lesið Veiði hafinn í Laxá í Dölum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði