Veiði hófst í Elliðaánum í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 08:47 Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir með fyrsta laxinn úr Elliðaánum í sumar Mynd: KL Það hefur alltaf verið hátíðleg stund þegar Elliðaárnar opna fyrir veiðimönnum og það var engin breyting á þetta árið. Sú hefð, frá borgarstjórnartíð Jóns Gnarr, að Reykvíkingur ársins opni ánna hefur haldið áfram hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og í ár var það Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir sem fékk þann heiður að renna fyrst í ánna undir styrkri leiðsögn leiðsögumannsins Ásgeirs Heiðars. Að venju er rennt í Sjávarfossinn fyrst en þar var ekki lax í morgun að því er virtist. Ásgeir fór þá með Hönnu í Fosskvörn sem er rétt fyrir neðan Sjávarfossinn og þar tók ekki nema eitt rennsli til að setja í lax. Eftir snarpa baráttu var fyrsta laxi sumarsins kominn á land klukkan 7:30 og var það um 4 punda hrygna sem tók maðk. Þetta var maríulax Hönnu og miðað við fagmannlega takta við bakkann er ljóst að þarna er veiðikona fædd. Fjölmennt var við ánna í morgun að venju á þessum fyrsta veiðidegi en ásamt fjölmennu liði fjölmiðlamanna var stjórn SVFR og árnefnd mætt við bakkann eldsnemma í morgun. Þessi byrjun lofar mjög góðu í ánni enda virtist laxinn vel haldinn og þetta getur ekki annað en lofað góðu fyrir sumarið. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Lítið að gerast í nærvötnum borgarinnar Veiði
Það hefur alltaf verið hátíðleg stund þegar Elliðaárnar opna fyrir veiðimönnum og það var engin breyting á þetta árið. Sú hefð, frá borgarstjórnartíð Jóns Gnarr, að Reykvíkingur ársins opni ánna hefur haldið áfram hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og í ár var það Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir sem fékk þann heiður að renna fyrst í ánna undir styrkri leiðsögn leiðsögumannsins Ásgeirs Heiðars. Að venju er rennt í Sjávarfossinn fyrst en þar var ekki lax í morgun að því er virtist. Ásgeir fór þá með Hönnu í Fosskvörn sem er rétt fyrir neðan Sjávarfossinn og þar tók ekki nema eitt rennsli til að setja í lax. Eftir snarpa baráttu var fyrsta laxi sumarsins kominn á land klukkan 7:30 og var það um 4 punda hrygna sem tók maðk. Þetta var maríulax Hönnu og miðað við fagmannlega takta við bakkann er ljóst að þarna er veiðikona fædd. Fjölmennt var við ánna í morgun að venju á þessum fyrsta veiðidegi en ásamt fjölmennu liði fjölmiðlamanna var stjórn SVFR og árnefnd mætt við bakkann eldsnemma í morgun. Þessi byrjun lofar mjög góðu í ánni enda virtist laxinn vel haldinn og þetta getur ekki annað en lofað góðu fyrir sumarið.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Affallið alltaf gott á haustin Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Lítið að gerast í nærvötnum borgarinnar Veiði