Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2015 16:26 Mynd: Tómas Skúlason Þrátt fyrir kalda og snjóþunga byrjun hefur veiðin heldur betur tekið kipp í Veiðivötnum. Veiðimenn sem hafa verið upp við vötnin síðustu daga hafa komið til baka með góðar fréttir og fína veiði í skottinu. Flest vötnin eru farin að gefa en Nýja Vatn stendur þó upp úr með 1664 fiska frá opnun sem er allt bleikja fyrir utan 30 urriða. Meðalþyngdin er þó ekki há í vatninu eða rétt um 600 grömm (rétt yfir 1 pund) en fiskur af þeirri stærð er þó prýðilegur matfiskur. Litli Sjór er komin í 617 fiska og Hraunvötn með 310 fiska. Það veiðist vel á flugu, beitu og spúna án þess að einhver ein veiðiaðferðin sé betri en önnur og skotin í tökunum koma sem fyrr og þá getur oft verið fiskur á mörgum stöngum í einu. Öll vötnin hafa gefið veiði nema Grænavatn, Tjaldvatn, Skyggnisvatn (ófært að vatninu) og Krókspollur. Þó veiðin sé ekki mikil í sumum vötnunum er skýringuna að finna í rólegri byrjun og köldu vori en það er þó sem betur fer að breytast hratt. Heildarlistann yfir veiðina í Veiðivötnum má finna hér. Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði
Þrátt fyrir kalda og snjóþunga byrjun hefur veiðin heldur betur tekið kipp í Veiðivötnum. Veiðimenn sem hafa verið upp við vötnin síðustu daga hafa komið til baka með góðar fréttir og fína veiði í skottinu. Flest vötnin eru farin að gefa en Nýja Vatn stendur þó upp úr með 1664 fiska frá opnun sem er allt bleikja fyrir utan 30 urriða. Meðalþyngdin er þó ekki há í vatninu eða rétt um 600 grömm (rétt yfir 1 pund) en fiskur af þeirri stærð er þó prýðilegur matfiskur. Litli Sjór er komin í 617 fiska og Hraunvötn með 310 fiska. Það veiðist vel á flugu, beitu og spúna án þess að einhver ein veiðiaðferðin sé betri en önnur og skotin í tökunum koma sem fyrr og þá getur oft verið fiskur á mörgum stöngum í einu. Öll vötnin hafa gefið veiði nema Grænavatn, Tjaldvatn, Skyggnisvatn (ófært að vatninu) og Krókspollur. Þó veiðin sé ekki mikil í sumum vötnunum er skýringuna að finna í rólegri byrjun og köldu vori en það er þó sem betur fer að breytast hratt. Heildarlistann yfir veiðina í Veiðivötnum má finna hér.
Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði