Smálaxinn mættur í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2015 09:57 Einn af fyrstu smálöxunum úr Blöndu í sumar Mynd: Þorsteinn Hafþórsson Veiðin í Blöndu hefur verið góð það sem af er veiðitímabilinu og síðustu daga hefur orðið meira vart við smá lax sem eru góðar fréttir. Mikið af stórlaxi hefur sést í ánni og nokkrir rígvænir komið á land en engin af þessum stærstu sem hafa verið að sýna sig. Í fyrradag sáu veiðimenn nokkra renna sér í gegnum Damminn án þess að taka agn veiðimanna og voru þeir allir, að sögn leiðsögumanna, um 20 pundin. Einn af þeim ar þó stærri og fullyrða þeir sem sáu laxinn að hann hafi ekki verið undir 120 sm að lengd. "Það er góður gangur í ánni og veiðin búin að vera afskaplega góð. Það kom 21 lax á land í gær og 19 í fyrradag á 4 stangir svo við erum mjög ánægðir með gang mála. Smálaxinn var að byrja að ganga sem á eftir að auka veiðina en frekar" sagði Þorsteinn Hafþórssin leiðsögumaður við Blöndu þegar við heyrðum í honum í morgun. "Ég stend akkúrat núna í Damminum og er að horfa á 27 laxa sem þar liggja og aðeins 3 af þeim eru smálaxar" bætti Þorsteinn við. Það er stór straumur 2. júlí sem á væntanlega eftir að auka göngur í árnar enn frekar og núna bíða veiðimenn spenntir eftir því að sjá smálaxinn mæta af krafti í árnar. Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði
Veiðin í Blöndu hefur verið góð það sem af er veiðitímabilinu og síðustu daga hefur orðið meira vart við smá lax sem eru góðar fréttir. Mikið af stórlaxi hefur sést í ánni og nokkrir rígvænir komið á land en engin af þessum stærstu sem hafa verið að sýna sig. Í fyrradag sáu veiðimenn nokkra renna sér í gegnum Damminn án þess að taka agn veiðimanna og voru þeir allir, að sögn leiðsögumanna, um 20 pundin. Einn af þeim ar þó stærri og fullyrða þeir sem sáu laxinn að hann hafi ekki verið undir 120 sm að lengd. "Það er góður gangur í ánni og veiðin búin að vera afskaplega góð. Það kom 21 lax á land í gær og 19 í fyrradag á 4 stangir svo við erum mjög ánægðir með gang mála. Smálaxinn var að byrja að ganga sem á eftir að auka veiðina en frekar" sagði Þorsteinn Hafþórssin leiðsögumaður við Blöndu þegar við heyrðum í honum í morgun. "Ég stend akkúrat núna í Damminum og er að horfa á 27 laxa sem þar liggja og aðeins 3 af þeim eru smálaxar" bætti Þorsteinn við. Það er stór straumur 2. júlí sem á væntanlega eftir að auka göngur í árnar enn frekar og núna bíða veiðimenn spenntir eftir því að sjá smálaxinn mæta af krafti í árnar.
Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fín veiði í Minnivallalæk Veiði