Veiðikortið 2016 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 3. desember 2015 10:00 Veiðikortið 2016 er komið út Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda enda veitir kortið aðgang að fjölmörgum vötnum um allt land. Alls eru 35 vötn og vatnasvæði inní kortinu þannig að fyrir þá sem eru duglegir í vatnaveiðinni er Veiðikortið alveg ómissandi á hverju sumri. Vinsælustu vötnin eru t.d. Þingvallavatn, Hítarvatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn og Úlfljótsvatn en þetta er þó eins og fjöldi vatna í Veiðikortinu gefur til kynna aðeins brot af úrvali vatna sem eru í boði. Fyrstu vötnin opna sem fyrr 1. apríl og það er nokkuð víst að veiðimenn telja niður dagana þessa fjóra mánuði þangað til veiðin hefst á nýjan leik. Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda enda veitir kortið aðgang að fjölmörgum vötnum um allt land. Alls eru 35 vötn og vatnasvæði inní kortinu þannig að fyrir þá sem eru duglegir í vatnaveiðinni er Veiðikortið alveg ómissandi á hverju sumri. Vinsælustu vötnin eru t.d. Þingvallavatn, Hítarvatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn og Úlfljótsvatn en þetta er þó eins og fjöldi vatna í Veiðikortinu gefur til kynna aðeins brot af úrvali vatna sem eru í boði. Fyrstu vötnin opna sem fyrr 1. apríl og það er nokkuð víst að veiðimenn telja niður dagana þessa fjóra mánuði þangað til veiðin hefst á nýjan leik.
Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði