75 ára afmæli SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2014 13:08 Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur upp á afmæli sitt um helgina og skal engan undra að blásið sé til fagnaðar því félagið er 75 ára gamalt. Hér er fréttatilkynning frá SVFR:"Laugardaginn 17. maí heldur Stangaveiðifélag Reykjavíkur upp á 75 ára afmæli sitt með skemmtilegri dagskrá í Elliðaárdal kl. 13-16. Kastkeppni fer fram á flötinni við höfuðstöðvar SVFR, fluguhnýtingarmeistarar sýna snilli sýna og gefa góð ráð, boðið verður upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi, farið verður í ratleik og loks mun stórveiðimaðurinn Ásgeir Heiðar leiða gesti í fróðlegri göngu meðfram Elliðaánum. Veiði og vatn verður þar í aðalhlutverki eins og gefur að skilja. Dagskrá sem er opin öllum óháð aðild að SVFR. Fjórir skilvísir félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur verða síðan dregnir út í 75 ára afmælishappdrætti SVFR og geta þar með byrjað að hlakka til að veiða í Elliðaánum eftir hádegi á opnunardaginn föstudaginn 20. júní. Árnar verða opnaðar venju samkvæmt af Reykjavíkingi ársins en eftir hádegi taka heppnir félagsmenn SVFR við. Eina sem þarf að gera er að hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið 2014. Dregið verður í beinni útsendingu í síðdegisútvarpinu á Rás 2 á föstudaginn kemur, en SVFR var stofnað um leigu Elliðaánna 17. maí 1939. Haldið verður upp á 75 ára afmæli SVFR með fjölbreyttri dagskrá í Elliðaárdalnum á laugardaginn 17. maí, kl. 13-16. Þar heldur afmælishappdrætti SVFR áfram en dregið verður um glæsilegan veiðidag í Langá á Mýrum á besta tíma, 29.-30. júlí, ásamt fæði og gistingu fyrir tvo en um er að ræða eina bestu og gjöfulustu á landsins. Verðmæti Langárdagsins er 205.700 krónur en alls veiddust 2.815 laxar í Langá sumarið 2013." Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur upp á afmæli sitt um helgina og skal engan undra að blásið sé til fagnaðar því félagið er 75 ára gamalt. Hér er fréttatilkynning frá SVFR:"Laugardaginn 17. maí heldur Stangaveiðifélag Reykjavíkur upp á 75 ára afmæli sitt með skemmtilegri dagskrá í Elliðaárdal kl. 13-16. Kastkeppni fer fram á flötinni við höfuðstöðvar SVFR, fluguhnýtingarmeistarar sýna snilli sýna og gefa góð ráð, boðið verður upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi, farið verður í ratleik og loks mun stórveiðimaðurinn Ásgeir Heiðar leiða gesti í fróðlegri göngu meðfram Elliðaánum. Veiði og vatn verður þar í aðalhlutverki eins og gefur að skilja. Dagskrá sem er opin öllum óháð aðild að SVFR. Fjórir skilvísir félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur verða síðan dregnir út í 75 ára afmælishappdrætti SVFR og geta þar með byrjað að hlakka til að veiða í Elliðaánum eftir hádegi á opnunardaginn föstudaginn 20. júní. Árnar verða opnaðar venju samkvæmt af Reykjavíkingi ársins en eftir hádegi taka heppnir félagsmenn SVFR við. Eina sem þarf að gera er að hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið 2014. Dregið verður í beinni útsendingu í síðdegisútvarpinu á Rás 2 á föstudaginn kemur, en SVFR var stofnað um leigu Elliðaánna 17. maí 1939. Haldið verður upp á 75 ára afmæli SVFR með fjölbreyttri dagskrá í Elliðaárdalnum á laugardaginn 17. maí, kl. 13-16. Þar heldur afmælishappdrætti SVFR áfram en dregið verður um glæsilegan veiðidag í Langá á Mýrum á besta tíma, 29.-30. júlí, ásamt fæði og gistingu fyrir tvo en um er að ræða eina bestu og gjöfulustu á landsins. Verðmæti Langárdagsins er 205.700 krónur en alls veiddust 2.815 laxar í Langá sumarið 2013."
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði