Hópefli á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 08:00 Í fyrsta skipti í afar langan tíma fylgdist ég með fréttum á sunnudaginn án þess að verða meinhæðin, fyllast gremju eða missa trú á mannkyninu. Í ofsaveðri skoðaði ég fréttamiðlana reglulega til að vera viðbúin og fylgja skipunum um límbandsnotkun eða að fela mig í einhverju horni langt frá gluggum. Ég vildi líka, eins og allir hinir sem sátu með puttann á refresh-takkanum, athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með alla, með sjómennina okkar og pitsusendlana. Pylsusalinn var hress. Fólk sem lenti í því að fá garðhúsgögn inn um glugga eða bárujárn á bílinn lagði áherslu á hjálpsemi náungans, var þakklátt í hjarta yfir að ekki fór verr og bölvaði ekki einu sinni haugunum sem nenntu ekki að taka garðstólana inn eða húsfélaginu sem hefur trassað það í tíu ár að endurnýja þakið. Þetta voru ekki beint jákvæðar fréttir en létu mér samt líða vel. Ég er alveg til í að vera með í þessari heild. Útúrjólataugaðir foreldrar slepptu því að fara í Kringluna eða gera jólahreingerninguna og kveiktu á kerti í rafmagnsleysi og spiluðu við börnin sem mögulega upplifðu í fyrsta skipti á ævi sinni mátt náttúruaflanna. Meira að segja eftir að logn komst á halda töfrarnir áfram og virkir í athugasemdum hjálpast nú að við að finna tré sem getur fyllt skarð Óslóartrésins í stað þess að kalla hver annan fávita. Krúttlegt. Sambúð okkar með náttúruöflunum býður aldrei upp á „haltu kjafti“ slag. Og þegar þessi sambúð minnir á sig virðist það næra auðmýkt þjóðarsálarinnar. Og mikið klæðir auðmýktin okkur vel. Sérstaklega á aðventunni. Svo má ekki gleyma hetjunum sem gera sambúðina bærilega, björgunarsveitarfólki sem leggur líf sitt í hættu í sjálfboðavinnu til að redda öllu því sem við hin töldum að myndi bara reddast að sjálfu sér þrátt fyrir viðvaranir og leiðbeiningar í heila viku áður en óveðrið skall á. Svona erum við nú og það má alveg þykja vænt um það. Bara muna eftir þessum breyskleikum öllum þegar við kaupum okkur flugelda um áramótin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun
Í fyrsta skipti í afar langan tíma fylgdist ég með fréttum á sunnudaginn án þess að verða meinhæðin, fyllast gremju eða missa trú á mannkyninu. Í ofsaveðri skoðaði ég fréttamiðlana reglulega til að vera viðbúin og fylgja skipunum um límbandsnotkun eða að fela mig í einhverju horni langt frá gluggum. Ég vildi líka, eins og allir hinir sem sátu með puttann á refresh-takkanum, athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með alla, með sjómennina okkar og pitsusendlana. Pylsusalinn var hress. Fólk sem lenti í því að fá garðhúsgögn inn um glugga eða bárujárn á bílinn lagði áherslu á hjálpsemi náungans, var þakklátt í hjarta yfir að ekki fór verr og bölvaði ekki einu sinni haugunum sem nenntu ekki að taka garðstólana inn eða húsfélaginu sem hefur trassað það í tíu ár að endurnýja þakið. Þetta voru ekki beint jákvæðar fréttir en létu mér samt líða vel. Ég er alveg til í að vera með í þessari heild. Útúrjólataugaðir foreldrar slepptu því að fara í Kringluna eða gera jólahreingerninguna og kveiktu á kerti í rafmagnsleysi og spiluðu við börnin sem mögulega upplifðu í fyrsta skipti á ævi sinni mátt náttúruaflanna. Meira að segja eftir að logn komst á halda töfrarnir áfram og virkir í athugasemdum hjálpast nú að við að finna tré sem getur fyllt skarð Óslóartrésins í stað þess að kalla hver annan fávita. Krúttlegt. Sambúð okkar með náttúruöflunum býður aldrei upp á „haltu kjafti“ slag. Og þegar þessi sambúð minnir á sig virðist það næra auðmýkt þjóðarsálarinnar. Og mikið klæðir auðmýktin okkur vel. Sérstaklega á aðventunni. Svo má ekki gleyma hetjunum sem gera sambúðina bærilega, björgunarsveitarfólki sem leggur líf sitt í hættu í sjálfboðavinnu til að redda öllu því sem við hin töldum að myndi bara reddast að sjálfu sér þrátt fyrir viðvaranir og leiðbeiningar í heila viku áður en óveðrið skall á. Svona erum við nú og það má alveg þykja vænt um það. Bara muna eftir þessum breyskleikum öllum þegar við kaupum okkur flugelda um áramótin.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun