
Rikka segist halda í hefðirnar um jólin. „Sonur minn á afmæli 15. nóvember og þá set ég alltaf upp smávegis jólaskreytingar. Annars fer ég yfirleitt í jólaskap í byrjun nóvember,“ segir hún. En hvað verður í matinn á aðfangadag? „Ég er alltaf með hamborgarhrygg og hnetusteik. Mér finnst gott að fá mér sneið af hvoru,“ segir hún.
Jólaostakúlur
120 g rjómaostur með pipar
120 g hreinn fetaostur
1 msk. hunang
50 g trönuber
50 g pekanhnetur
Blandið ostinum og hunangi saman í matvinnsluvél. Hakkið hneturnar og berin saman. Mótið litlar kúlur úr ostablöndunni og veltið upp úr hnetu- og berjablöndunni. Geymið kúlurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.