Hvernig get ég fengið að ríða? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 06:00 Ég las pistil í Kjarnanum í vikunni þar sem Margrét Erla Maack skrifar um svokallaða „Dirty Weekend“-túrista og að þeir ferðist enn til landsins í stríðum straumum. Sem sagt ferðamenn sem koma til Íslands með það eitt að markmiði að sænga hjá íslensku kvenfólki. Þessu til stuðnings er bent á að internetið sé fullt af leiðarvísum um hvernig eigi að komast í nærbuxur mínar og kynsystra minna. Á minni tiltölulega stuttu ævi hef ég ferðast hingað og þangað. Á ströndinni á Costa del Sol var herramaður frá Portúgal sem reyndi að notfæra sér ölvunarástand mitt til að lokka mig með sér upp á hótelherbergi. Á ég traustum vinum það að þakka að honum tókst ekki ætlunarverk sitt. Í Danmörku reyndu tveir menn frá Súdan að kaupa „þjónustu“ mína og vinkonu minnar á hinum goðsagnakennda Sam's Bar í Kaupmannahöfn. Í Hollandi var það síðan breskur ferðamaður sem stóð í þeirri trú að ég væri hollensk mey og notaði öll brögðin í bókinni til að vinna hylli mína. Svo ég tali nú ekki um tyrkneska lækninn sem gerði hosur sínar grænar fyrir Lilju sinni á Ítalíu. Sá ætlaði ekki að snúa aftur til heimahaganna án einnar góðrar bólsögu. Ferðamenn koma ekki bara til Íslands til að, afsakið orðbragðið, ríða innfæddum konum. Og internetið er ekki bara stútfullt af greinum um hvernig eigi að tæla íslenskar konur í rúmið. „How To Bang A Brazilian Woman In 5 Easy Steps“ er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og „Swedish Girls Are Easy“. Vissulega er vöntun á leiðarvísi fyrir okkur konurnar og allar konurnar í heiminum sem vilja draga íslenska karlmenn á tálar. Því legg ég til að við hættum að agnúast út í ferðamennina sem vilja stunda mök með íslenskum konum og stofna síður í hundraðatali um hvernig sé best að pikka upp gaura. Eigum við ekki annars bara að króa þá af, spyrja þá hvort þeir vilji ríða og forðast flókin samtöl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Ég las pistil í Kjarnanum í vikunni þar sem Margrét Erla Maack skrifar um svokallaða „Dirty Weekend“-túrista og að þeir ferðist enn til landsins í stríðum straumum. Sem sagt ferðamenn sem koma til Íslands með það eitt að markmiði að sænga hjá íslensku kvenfólki. Þessu til stuðnings er bent á að internetið sé fullt af leiðarvísum um hvernig eigi að komast í nærbuxur mínar og kynsystra minna. Á minni tiltölulega stuttu ævi hef ég ferðast hingað og þangað. Á ströndinni á Costa del Sol var herramaður frá Portúgal sem reyndi að notfæra sér ölvunarástand mitt til að lokka mig með sér upp á hótelherbergi. Á ég traustum vinum það að þakka að honum tókst ekki ætlunarverk sitt. Í Danmörku reyndu tveir menn frá Súdan að kaupa „þjónustu“ mína og vinkonu minnar á hinum goðsagnakennda Sam's Bar í Kaupmannahöfn. Í Hollandi var það síðan breskur ferðamaður sem stóð í þeirri trú að ég væri hollensk mey og notaði öll brögðin í bókinni til að vinna hylli mína. Svo ég tali nú ekki um tyrkneska lækninn sem gerði hosur sínar grænar fyrir Lilju sinni á Ítalíu. Sá ætlaði ekki að snúa aftur til heimahaganna án einnar góðrar bólsögu. Ferðamenn koma ekki bara til Íslands til að, afsakið orðbragðið, ríða innfæddum konum. Og internetið er ekki bara stútfullt af greinum um hvernig eigi að tæla íslenskar konur í rúmið. „How To Bang A Brazilian Woman In 5 Easy Steps“ er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og „Swedish Girls Are Easy“. Vissulega er vöntun á leiðarvísi fyrir okkur konurnar og allar konurnar í heiminum sem vilja draga íslenska karlmenn á tálar. Því legg ég til að við hættum að agnúast út í ferðamennina sem vilja stunda mök með íslenskum konum og stofna síður í hundraðatali um hvernig sé best að pikka upp gaura. Eigum við ekki annars bara að króa þá af, spyrja þá hvort þeir vilji ríða og forðast flókin samtöl?
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun