Er laust pláss á HM 2018? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2014 06:00 Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim. Systur mínar tvær hins vegar æfðu allar mögulegar og ómögulegar íþróttir. Á meðan sat ég heima og hlustaði á plötur, talaði við bangsann minn eða horfði á Nágranna með flöskubotnagleraugun mín – þónokkrum kílóum of þung. Eitt vorið lét ég hafa mig út í það að æfa knattspyrnu með kvennaliði Leiknis í Breiðholti. Það lið var vægast sagt arfaslakt. Töpuðum yfirleitt leikjum 15-0. Ég hætti eftir mánuð því ég passaði ekki í búningana þannig að ég hélt bara áfram að vera akfeit. Ég skildi því aldrei hugmyndina um keppnisskap. Fann aldrei fyrir því. Hafði enga löngun til að vera sigurvegari í misgáfulegu sporti. Þegar ég var tvítug ákvað ég að láta reyna á knattspyrnuhæfileika mína og spilaði bolta með vinnufélögum mínum einu sinni í viku. Til að gera langa sögu stutta var sá ferill frekar stuttur. Ég endaði á því að hanga á hliðarlínunni mestmegnis af tímanum því enginn þorði að gefa á mig. Þegar ég fékk boltann fríkaði ég út, starði á knöttinn eins og hann væri minn versti óvinur og kastaði mér í gólfið. Síðan þá hef ég einbeitt mér að því að horfa á fótbolta. Ég er miklu betri í því. Þangað til ég fékk pínulítinn leiða á lífinu um daginn og í þann mund sem ég var að missa vonina fékk ég meldingu á Facebook um svokallaðan fréttastofubolta. Í einhverju bríaríi skráði ég mig. Lokaði svo tölvunni í snarhasti. Daginn eftir pakkaði ég í tösku en vonaði innst inni að mig hefði dreymt þetta. Svo var ekki. Þegar á hólminn var komið gerði ég samstarfsmönnum mínum fyllilega grein fyrir því að ég væri ömurleg í fótbolta. En samt gáfu þeir mér séns. Aftur og aftur og aftur. Í gær borgaði sénsinn sig. Ég skoraði mitt fyrsta mark. Á ævinni. Loksins skildi ég af hverju fótboltamenn rífa sig nánast úr að ofan og tjúllast þegar boltinn snertir netið. Ef ég byrja að æfa núna, ætli ég komist ekki á HM 2018? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim. Systur mínar tvær hins vegar æfðu allar mögulegar og ómögulegar íþróttir. Á meðan sat ég heima og hlustaði á plötur, talaði við bangsann minn eða horfði á Nágranna með flöskubotnagleraugun mín – þónokkrum kílóum of þung. Eitt vorið lét ég hafa mig út í það að æfa knattspyrnu með kvennaliði Leiknis í Breiðholti. Það lið var vægast sagt arfaslakt. Töpuðum yfirleitt leikjum 15-0. Ég hætti eftir mánuð því ég passaði ekki í búningana þannig að ég hélt bara áfram að vera akfeit. Ég skildi því aldrei hugmyndina um keppnisskap. Fann aldrei fyrir því. Hafði enga löngun til að vera sigurvegari í misgáfulegu sporti. Þegar ég var tvítug ákvað ég að láta reyna á knattspyrnuhæfileika mína og spilaði bolta með vinnufélögum mínum einu sinni í viku. Til að gera langa sögu stutta var sá ferill frekar stuttur. Ég endaði á því að hanga á hliðarlínunni mestmegnis af tímanum því enginn þorði að gefa á mig. Þegar ég fékk boltann fríkaði ég út, starði á knöttinn eins og hann væri minn versti óvinur og kastaði mér í gólfið. Síðan þá hef ég einbeitt mér að því að horfa á fótbolta. Ég er miklu betri í því. Þangað til ég fékk pínulítinn leiða á lífinu um daginn og í þann mund sem ég var að missa vonina fékk ég meldingu á Facebook um svokallaðan fréttastofubolta. Í einhverju bríaríi skráði ég mig. Lokaði svo tölvunni í snarhasti. Daginn eftir pakkaði ég í tösku en vonaði innst inni að mig hefði dreymt þetta. Svo var ekki. Þegar á hólminn var komið gerði ég samstarfsmönnum mínum fyllilega grein fyrir því að ég væri ömurleg í fótbolta. En samt gáfu þeir mér séns. Aftur og aftur og aftur. Í gær borgaði sénsinn sig. Ég skoraði mitt fyrsta mark. Á ævinni. Loksins skildi ég af hverju fótboltamenn rífa sig nánast úr að ofan og tjúllast þegar boltinn snertir netið. Ef ég byrja að æfa núna, ætli ég komist ekki á HM 2018?
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun