Listin 2 - gróði 14 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Borgarleikhússtjórinn er orðinn útvarpsstjóri og þjóðleikhússtjórinn hættir í haust. Það eru því breytingar framundan í báðum stóru leikhúsunum og eðlilega er fólk farið að velta því fyrir sér hverjir væru heppilegir kandídatar í djobbin. Ýmsir eru nefndir, en það sem mesta athygli vekur er að þeir sem til greina þykja koma þurfa helst að hafa menntun í menningarstjórnun, minna virðist skipta að þeir hafi listrænan metnað eða hafi sýnt að þeim sé annt um endurnýjun og framþróun íslensks leikhússlífs. Á hinu bráðskemmtilega vefriti Reykvélinni fóru fyrir skemmstu fram umræður um hverjir myndu hreppa hnossin og þar var ríkjandi þessi tilhneiging til að útiloka alla sem ekki hafa MBA-gráðu, þótt þátttakendur haldi því raunar fram að það hafi verið paródía á umræðuna almennt. Karl Ágúst Þorbergsson skrifar góðan pistil á Reykvélina í tilefni umræðnanna og segir meðal annars: „Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum.“ Það er virkilega umhugsunarvekjandi. Þessi umræða er svo sem ekki bundin við leikhússtjórastöðurnar. Hvað eftir annað á undanförnum árum hefur listafólk beitt sér fyrir umræðum og málþingum um það hversu miklu hinar skapandi greinar skili til þjóðarbúsins í beinhörðum peningum. Umræða um listrænt gildi og þá ögrun sem í listinni á að felast hefur eiginlega alveg horfið í skuggann. Vissulega skýrist þessi umræða að stórum hluta af því hve þrengt hefur verið að skapandi greinum í fjárframlögum ríkisins, en skýringarinnar er ekki eingöngu að leita þar. Hin mjög svo niðrandi og skilningssljóa skoðun að listir séu dútl og hobbí sem almennilegt vinnandi fólk eigi að líta niður á virðist hafa skotið rótum í hugskoti listamannanna sjálfra og þeim virðist meira í mun að sanna að þeir séu að skaffa peninga en að þeir séu að skapa góða list. Það er frekar óhugnanleg þróun. Ef listamennirnir sjálfir hætta að trúa á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu erum við virkilega búin að selja Satan sál okkar. Auðvitað er engan veginn þar með sagt að hugsunin um arðbærni drepi sjálfkrafa listrænan metnað, en þessi braut er samt ansi hættuleg. Það ætti að vera hægt að búa til blöndu sem virkar með hæfilegum hlutföllum af metnaði og gróðafíkn, en það eru samt voðalitlir sénsar teknir almennt í íslenskum leikhúsum, bókaútgáfu og svo framvegis, og hagnaðarvonin virðist æði oft taka völdin. Reyndar virðist mælikvarðinn á gildi íslenskra rithöfunda algjörlega vera farinn að snúast um framgang þeirra erlendis, en það er önnur og þó náskyld saga. Listin sem markaðsvara fyrst og fremst virðist vera boðorð nútímans og engin teikn eru á lofti um að sú mantra sé á förum. Væri ekki ráð að nota þessa óvenjulegu stöðu í íslensku leikhúslífi til að starta umræðum og málþingum um hlutverk leikhúsanna, framtíðarstefnu og áherslur? Og í framhaldi af því að ráða leikhússtjóra sem hafa skýra stefnu í þeim málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Borgarleikhússtjórinn er orðinn útvarpsstjóri og þjóðleikhússtjórinn hættir í haust. Það eru því breytingar framundan í báðum stóru leikhúsunum og eðlilega er fólk farið að velta því fyrir sér hverjir væru heppilegir kandídatar í djobbin. Ýmsir eru nefndir, en það sem mesta athygli vekur er að þeir sem til greina þykja koma þurfa helst að hafa menntun í menningarstjórnun, minna virðist skipta að þeir hafi listrænan metnað eða hafi sýnt að þeim sé annt um endurnýjun og framþróun íslensks leikhússlífs. Á hinu bráðskemmtilega vefriti Reykvélinni fóru fyrir skemmstu fram umræður um hverjir myndu hreppa hnossin og þar var ríkjandi þessi tilhneiging til að útiloka alla sem ekki hafa MBA-gráðu, þótt þátttakendur haldi því raunar fram að það hafi verið paródía á umræðuna almennt. Karl Ágúst Þorbergsson skrifar góðan pistil á Reykvélina í tilefni umræðnanna og segir meðal annars: „Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum.“ Það er virkilega umhugsunarvekjandi. Þessi umræða er svo sem ekki bundin við leikhússtjórastöðurnar. Hvað eftir annað á undanförnum árum hefur listafólk beitt sér fyrir umræðum og málþingum um það hversu miklu hinar skapandi greinar skili til þjóðarbúsins í beinhörðum peningum. Umræða um listrænt gildi og þá ögrun sem í listinni á að felast hefur eiginlega alveg horfið í skuggann. Vissulega skýrist þessi umræða að stórum hluta af því hve þrengt hefur verið að skapandi greinum í fjárframlögum ríkisins, en skýringarinnar er ekki eingöngu að leita þar. Hin mjög svo niðrandi og skilningssljóa skoðun að listir séu dútl og hobbí sem almennilegt vinnandi fólk eigi að líta niður á virðist hafa skotið rótum í hugskoti listamannanna sjálfra og þeim virðist meira í mun að sanna að þeir séu að skaffa peninga en að þeir séu að skapa góða list. Það er frekar óhugnanleg þróun. Ef listamennirnir sjálfir hætta að trúa á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu erum við virkilega búin að selja Satan sál okkar. Auðvitað er engan veginn þar með sagt að hugsunin um arðbærni drepi sjálfkrafa listrænan metnað, en þessi braut er samt ansi hættuleg. Það ætti að vera hægt að búa til blöndu sem virkar með hæfilegum hlutföllum af metnaði og gróðafíkn, en það eru samt voðalitlir sénsar teknir almennt í íslenskum leikhúsum, bókaútgáfu og svo framvegis, og hagnaðarvonin virðist æði oft taka völdin. Reyndar virðist mælikvarðinn á gildi íslenskra rithöfunda algjörlega vera farinn að snúast um framgang þeirra erlendis, en það er önnur og þó náskyld saga. Listin sem markaðsvara fyrst og fremst virðist vera boðorð nútímans og engin teikn eru á lofti um að sú mantra sé á förum. Væri ekki ráð að nota þessa óvenjulegu stöðu í íslensku leikhúslífi til að starta umræðum og málþingum um hlutverk leikhúsanna, framtíðarstefnu og áherslur? Og í framhaldi af því að ráða leikhússtjóra sem hafa skýra stefnu í þeim málum.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun