1-0 fyrir mig Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Það breytist margt við það að eignast barn. Helsta breytingin felst í tímaskipulagningu því við skulum bara segja það eins og er – það er ofboðslega erfitt að fara allt í einu að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér. Nú er dóttir mín orðin fjögurra ára. Hún er ekki lengur slefandi hrúga sem lætur sér nægja að borða, sofa og horfa út í loftið. Hún er komin með persónuleika, sjálfstæðan vilja, skoðanir, pælingar og húmor. Hún spyr þúsund spurninga á hverjum degi og stendur í þeirri trú að hún sé 34 ára. Síðan hún byrjaði að geta gert sig skiljanlega og ég á móti talað af einhverju viti við hana hef ég reynt að rækta ýmsa kosti í þessu litla, saklausa barni. Ég hrósa henni á hverjum degi. Ekki bara fyrir það augljósa – að hún sé sæt, fullkomin og meiriháttar. Líka fyrir það hvað hún er dugleg að vanda sig að lita, hvað hún er með sterka réttlætiskennd og góð við aðra í kringum sig, hvað hún er sterk, fljót að hlaupa, flink að perla og endalaust góð við mömmu sína. Ég hef líka reynt að útskýra fyrir henni að ekki sé hægt að setja manneskjur í flokka. Að staðalímyndir séu bara bull. Það sé allt í lagi að strákar séu með sítt hár, skart og naglalakk og ekkert að því þó stelpur horfi á „strákamyndir“, leiki sér með verkfæri og hafi gaman af bílum. Hingað til hefur þetta ekki gengið sem skyldi. Hún kaupir ekki alltaf það sem mamma hennar segir henni því að eigin sögn „veit hún allt því hún er svo klár“. En um daginn rofaði til í baráttu minni gegn sleggjudómum. Litla, óborganlega dóttir mín spurði mig við hvað ég ynni. Ég svaraði á móti að ég væri blaðamaður og leikkona. Dóttir mín horfði undarlega á mig, hugsaði sig um í sekúndubrot og sagði síðan í hneykslunartón: „Mamma, þú ert ekki blaðamaður! Þú ert blaðakona!“ 1-0 fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Það breytist margt við það að eignast barn. Helsta breytingin felst í tímaskipulagningu því við skulum bara segja það eins og er – það er ofboðslega erfitt að fara allt í einu að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér. Nú er dóttir mín orðin fjögurra ára. Hún er ekki lengur slefandi hrúga sem lætur sér nægja að borða, sofa og horfa út í loftið. Hún er komin með persónuleika, sjálfstæðan vilja, skoðanir, pælingar og húmor. Hún spyr þúsund spurninga á hverjum degi og stendur í þeirri trú að hún sé 34 ára. Síðan hún byrjaði að geta gert sig skiljanlega og ég á móti talað af einhverju viti við hana hef ég reynt að rækta ýmsa kosti í þessu litla, saklausa barni. Ég hrósa henni á hverjum degi. Ekki bara fyrir það augljósa – að hún sé sæt, fullkomin og meiriháttar. Líka fyrir það hvað hún er dugleg að vanda sig að lita, hvað hún er með sterka réttlætiskennd og góð við aðra í kringum sig, hvað hún er sterk, fljót að hlaupa, flink að perla og endalaust góð við mömmu sína. Ég hef líka reynt að útskýra fyrir henni að ekki sé hægt að setja manneskjur í flokka. Að staðalímyndir séu bara bull. Það sé allt í lagi að strákar séu með sítt hár, skart og naglalakk og ekkert að því þó stelpur horfi á „strákamyndir“, leiki sér með verkfæri og hafi gaman af bílum. Hingað til hefur þetta ekki gengið sem skyldi. Hún kaupir ekki alltaf það sem mamma hennar segir henni því að eigin sögn „veit hún allt því hún er svo klár“. En um daginn rofaði til í baráttu minni gegn sleggjudómum. Litla, óborganlega dóttir mín spurði mig við hvað ég ynni. Ég svaraði á móti að ég væri blaðamaður og leikkona. Dóttir mín horfði undarlega á mig, hugsaði sig um í sekúndubrot og sagði síðan í hneykslunartón: „Mamma, þú ert ekki blaðamaður! Þú ert blaðakona!“ 1-0 fyrir mig.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun