Víbrandi afturendi Miley Cyrus Atli Fannar Bjarkason skrifar 23. janúar 2014 06:00 Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre. Byltingin verður ekki blóðug. Við þurfum ekki einu sinni að kalla hana byltingu. Kynslóðaskipti er nær lagi og þau eru óumflýjanleg. Það sem gerir væntanleg kynslóðaskipti merkilegri en þau síðustu er að nú mætir á svæðið kynslóð sem er tilbúin að byrja upp á nýtt. Til fjandans með pappírsmiðla, línulega sjónvarpsdagskrá og Spaugstofuna — þau vilja nýtt upphaf. Þau nenna ekki einu sinni að nota Facebook vegna þess að ég og hinir steingervingarnir erum þar að rífast um nasisma. Þessi kynslóð hefur aldrei heyrt um dagblöð. Hún veit ekki einu sinni að það er hægt að nota pappír annars staðar en klofvega á klósetti. Hún skoðar ekki hefðbundna fréttamiðla — fjandinn hafi það, hún hefur ekki lesið neitt sem er lengra en 140 slaga tíst á Twitter. Þessi tiltekna bylting borðar ekki börn — hún er gerð af börnum sem hugsa á svo miklu róttækari hátt en kynslóðin þar á undan, sem trúir enn að gamaldags draslið sem hún notar sé ómissandi. Sem dæmi um kraftinn sem leysist úr læðingi við kynslóðaskiptin þá tók Vine-stjörnurnar tvær aðeins sex sekúndur að troða fleiri ungmennum inn í Smáralind en jólin og janúarútsölurnar til samans. Þessar sex sekúndur höfðuðu betur til framtíðarneytenda þjóðarinnar en allar heilsíðuauglýsingar síðasta árs. Þessir strákar búa yfir meiri mætti en rúmast í öllum fjárhagsáætlunum sem hafa verið settar saman á Íslandi síðasta áratuginn. Við sem fæddumst á síðustu öld þurfum samt ekki að leggja niður störf. Við eigum eflaust nokkur góð ár eftir sem við getum nýtt í að rífast á Facebook, hamstra magnesíum og góna á víbrandi afturenda Miley Cyrus, eins og risaeðlurnar sem störðu vanmáttugar á loftsteininn sem tortímdi þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun
Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre. Byltingin verður ekki blóðug. Við þurfum ekki einu sinni að kalla hana byltingu. Kynslóðaskipti er nær lagi og þau eru óumflýjanleg. Það sem gerir væntanleg kynslóðaskipti merkilegri en þau síðustu er að nú mætir á svæðið kynslóð sem er tilbúin að byrja upp á nýtt. Til fjandans með pappírsmiðla, línulega sjónvarpsdagskrá og Spaugstofuna — þau vilja nýtt upphaf. Þau nenna ekki einu sinni að nota Facebook vegna þess að ég og hinir steingervingarnir erum þar að rífast um nasisma. Þessi kynslóð hefur aldrei heyrt um dagblöð. Hún veit ekki einu sinni að það er hægt að nota pappír annars staðar en klofvega á klósetti. Hún skoðar ekki hefðbundna fréttamiðla — fjandinn hafi það, hún hefur ekki lesið neitt sem er lengra en 140 slaga tíst á Twitter. Þessi tiltekna bylting borðar ekki börn — hún er gerð af börnum sem hugsa á svo miklu róttækari hátt en kynslóðin þar á undan, sem trúir enn að gamaldags draslið sem hún notar sé ómissandi. Sem dæmi um kraftinn sem leysist úr læðingi við kynslóðaskiptin þá tók Vine-stjörnurnar tvær aðeins sex sekúndur að troða fleiri ungmennum inn í Smáralind en jólin og janúarútsölurnar til samans. Þessar sex sekúndur höfðuðu betur til framtíðarneytenda þjóðarinnar en allar heilsíðuauglýsingar síðasta árs. Þessir strákar búa yfir meiri mætti en rúmast í öllum fjárhagsáætlunum sem hafa verið settar saman á Íslandi síðasta áratuginn. Við sem fæddumst á síðustu öld þurfum samt ekki að leggja niður störf. Við eigum eflaust nokkur góð ár eftir sem við getum nýtt í að rífast á Facebook, hamstra magnesíum og góna á víbrandi afturenda Miley Cyrus, eins og risaeðlurnar sem störðu vanmáttugar á loftsteininn sem tortímdi þeim.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun