Innlent

Náttúruverndarsamtökin: Ræða Sigmundar markar stefnubreytingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Loftslagsgöngunni sl. sunnudag.
Frá Loftslagsgöngunni sl. sunnudag. Vísir/Valli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ávarpaði leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í dag. Ráðherrann fór yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum og hvatti hann „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ eins og segir í tilkynningu.  

Einnig kom fram í máli Sigmundar að Ísland stefni að framtíð án jarðefnaeldsneytis.



Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og segja hana marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“



Forsætisráðherra áréttaði jafnframt í ræðu sinni í dag mikilvægi þess að vinna gegn súrnun sjávar. Í því samhengi ítreka Náttúruverndarsamtökin þá ógn sem stafar af súrnun sjávar og segja að henni verði ekki „bægt frá nema með verulegum samdrætti í losun koltvísýrings.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×