Líklega stærsti urriðinn úr Þingvallavatni í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2014 11:18 Emil Gústafsson með einn stærsta urriða úr Þingvallavatni á þessu vori Það eru sífellt fleiri fréttir að berast af flottum urriðum sem koma á agn veiðimanna við Þingvallavatn og greinilegt á netumræðunni að menn eru farnir að fara mjög varlega með fiskinn til að hann lifi átökin af. Það er líklega fátt ein gaman og að setja í tröllvaxinn Þingvallaurriða og það fékk Emil Gústafsson að reyna þegar þegar hann tók fisk sem er líklega um eða yfir 25 pund og tók fluguna Black Ghost mix flugu sem Emil bjó til upp úr upprunalegu flugunni. Hann stóð einn á sínum veiðistað með stöng fyrir línu #6 sem eru frekar nettar græjur í svona stórfisk og hann var búinn að vera við staðinn í einn og hálfann tíma þegar hann tók. Fiskurinn sýndi sig aldrei fyrr en hann kom alveg upp að landi. Emil fékk aðstoð nærstaddra veiðimanna við að landa og passaði sérstaklega uppá að fara varlega með fiskinn. Hann var aldrei tekinn úr vatninu nema í örfáar sekúndur til að smella af einnu mynd. Fiskurinn var mældur 95 sm á lengd og 55 sm í ummál sem segir að hann gæti verið vel yfir 25 pund. Emil hefur gengið feyknavel við vatnið í sumar og við óskum honum til hamingju með fiskinn og hlökkum til að fá fleiri fréttir af veiðinni hjá honum í sumar. Við hvetjum ykkur til að senda okkur fréttir og myndir af veiðinni ykkar í sumar því við drögum út glæsilega vinninga í sumar, m.a. vegleg veiðileyfi o.fl. úr öllum innsendum fréttum. Sendir póstinn á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Það eru sífellt fleiri fréttir að berast af flottum urriðum sem koma á agn veiðimanna við Þingvallavatn og greinilegt á netumræðunni að menn eru farnir að fara mjög varlega með fiskinn til að hann lifi átökin af. Það er líklega fátt ein gaman og að setja í tröllvaxinn Þingvallaurriða og það fékk Emil Gústafsson að reyna þegar þegar hann tók fisk sem er líklega um eða yfir 25 pund og tók fluguna Black Ghost mix flugu sem Emil bjó til upp úr upprunalegu flugunni. Hann stóð einn á sínum veiðistað með stöng fyrir línu #6 sem eru frekar nettar græjur í svona stórfisk og hann var búinn að vera við staðinn í einn og hálfann tíma þegar hann tók. Fiskurinn sýndi sig aldrei fyrr en hann kom alveg upp að landi. Emil fékk aðstoð nærstaddra veiðimanna við að landa og passaði sérstaklega uppá að fara varlega með fiskinn. Hann var aldrei tekinn úr vatninu nema í örfáar sekúndur til að smella af einnu mynd. Fiskurinn var mældur 95 sm á lengd og 55 sm í ummál sem segir að hann gæti verið vel yfir 25 pund. Emil hefur gengið feyknavel við vatnið í sumar og við óskum honum til hamingju með fiskinn og hlökkum til að fá fleiri fréttir af veiðinni hjá honum í sumar. Við hvetjum ykkur til að senda okkur fréttir og myndir af veiðinni ykkar í sumar því við drögum út glæsilega vinninga í sumar, m.a. vegleg veiðileyfi o.fl. úr öllum innsendum fréttum. Sendir póstinn á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði