4 laxar á land við opnun Grímsár Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2014 11:49 Bjarni Þórður með lax sem hann veidii í Grímsá í gær Veiði hófst í Grímsá í gær við frekar erfiðar aðstæður og mikla vatnavexti en þrátt fyrir það komu fjórir laxar á land. Allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar í góðum holdum en eitthvað meira sást af laxi sem var erfitt að fá upp í flugurnar. Áin hefur verið vatnsmikil og svolítið grænskoluð eins og aðrar ár í nágrenninu sökum mikilla rigninga og hefur það gert veiðimönnum erfitt fyrir. Sem dæmi um vatnavexti í ánni þá brast garður við Þingnesstrengi en það hefur ekki gert á þessum árstíma áður. Ekkert hefur orðið vart við smálax frekar en í öðrum ám sem er ekkert sérstaklega óeðlilegt miðað við árstíma eða aðstæður en þegar árnar bólgna mikið bíða smálaxagöngurnar oft eftir því að vatnið sjatni áður en þær ganga upp í árnar. Næsti straumur er 28. júní og dagarnir á undan á vikan á eftir gefa oft forsmekkinn af því hvernig sumarið kemur til með að þróast en miðað við seiðatalningar í ám á þessu svæði eru öll teikn a lofti um að ágætt meðalsumar sé í vændum. Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði
Veiði hófst í Grímsá í gær við frekar erfiðar aðstæður og mikla vatnavexti en þrátt fyrir það komu fjórir laxar á land. Allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar í góðum holdum en eitthvað meira sást af laxi sem var erfitt að fá upp í flugurnar. Áin hefur verið vatnsmikil og svolítið grænskoluð eins og aðrar ár í nágrenninu sökum mikilla rigninga og hefur það gert veiðimönnum erfitt fyrir. Sem dæmi um vatnavexti í ánni þá brast garður við Þingnesstrengi en það hefur ekki gert á þessum árstíma áður. Ekkert hefur orðið vart við smálax frekar en í öðrum ám sem er ekkert sérstaklega óeðlilegt miðað við árstíma eða aðstæður en þegar árnar bólgna mikið bíða smálaxagöngurnar oft eftir því að vatnið sjatni áður en þær ganga upp í árnar. Næsti straumur er 28. júní og dagarnir á undan á vikan á eftir gefa oft forsmekkinn af því hvernig sumarið kemur til með að þróast en miðað við seiðatalningar í ám á þessu svæði eru öll teikn a lofti um að ágætt meðalsumar sé í vændum.
Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði