Nýtt Sportveiðiblað Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2014 11:42 Nýtt Sportveiðiblað kom út í febrúar og eins og venjulega er blaðið fullt af skemmtulegu efni fyrir stangveiðimenn. Forsiðumyndin er af Haraldi Eiríkssyni en stórt viðtal er við hann í blaðinu þar sem hann hann fer yfir veiðina, starfið og ástríðuna sem þessu fylgir. Ólafur Birgisson segir frá skotveiðum erlendis og því tengdu er viðtal við Pál Reynisson á Stokkseyri sem rekur Veiðisafnið á Stokkseyri. Gott viðtal við Mjöll og Gumma sem veiðimenn þekkja vel úr Norðurá og Langá þar sem þau hjúin sáu um matseld í mörg ár. Svo er viðtal við þá félaga Simma og Jóa sem fara mikinn í veiðinni. Einnig er að finna í blaðinu ítarlega veiðilýsingu á Straumfjarðará en það er reglulega gott að fá slíkar lýsingar sem oftast því þetta hjálpar mönnum mikið sem sækja þessar ár heim. Stangveiði Mest lesið Þær eru bestar léttklæddar Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði
Nýtt Sportveiðiblað kom út í febrúar og eins og venjulega er blaðið fullt af skemmtulegu efni fyrir stangveiðimenn. Forsiðumyndin er af Haraldi Eiríkssyni en stórt viðtal er við hann í blaðinu þar sem hann hann fer yfir veiðina, starfið og ástríðuna sem þessu fylgir. Ólafur Birgisson segir frá skotveiðum erlendis og því tengdu er viðtal við Pál Reynisson á Stokkseyri sem rekur Veiðisafnið á Stokkseyri. Gott viðtal við Mjöll og Gumma sem veiðimenn þekkja vel úr Norðurá og Langá þar sem þau hjúin sáu um matseld í mörg ár. Svo er viðtal við þá félaga Simma og Jóa sem fara mikinn í veiðinni. Einnig er að finna í blaðinu ítarlega veiðilýsingu á Straumfjarðará en það er reglulega gott að fá slíkar lýsingar sem oftast því þetta hjálpar mönnum mikið sem sækja þessar ár heim.
Stangveiði Mest lesið Þær eru bestar léttklæddar Veiði Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði