Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2014 12:00 Gunnar Ólafur Kristleifsson með fallega urriða úr Vastnsdalsá Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði
Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði