Stórlaxaopnun í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2014 17:12 Stórlax í Víðidalsá í morgun Víðidalsá opnaði í morgun og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert nema stórlaxar verið við bakkann. "Við erum mjög ánægðir með þessa veiði í morgun og það var gaman að sjá fisk upp um alla á" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson leigutaki Víðidalsár þegar við heyrðum í honum í dag. Alls komu 6 laxar á land á vaktinni en sett var í 10 þar af einn sannkallaðann Víðidalsárrisa sem vanir menn töldu ekki undir 100 sm og þykkur eftir því en sá slapp í veiðistaðnum Dæli. Laxinn er kominn upp um alla á og til vitnis um það veiddust laxar í Laxapolli í Fitjá en það er ekki algengt að sjá lax svo ofarlega fyrstu veiðidagana. Stærsti laxinn sem kom upp var 92 sm og veiddist í Efri Kæli en þar kom einnig annar stórlax á land. Mikið líf var í Harðeyrarstreng eins og venjulega en alls komu 3 laxar á land þar og mikið líf var í öllum veiðistaðnum. Þetta er frábær opnun í Víðidalsá og það verður spennandi að sjá framhaldið næstu daga en menn eru farnir að spá góðu stórlaxasumri á norðurlandi því enn sem komið er sést varla neitt nema lax um og yfir 80 sm og það kvartar engin yfir því. Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði
Víðidalsá opnaði í morgun og það er óhætt að segja að þar hafi ekkert nema stórlaxar verið við bakkann. "Við erum mjög ánægðir með þessa veiði í morgun og það var gaman að sjá fisk upp um alla á" sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson leigutaki Víðidalsár þegar við heyrðum í honum í dag. Alls komu 6 laxar á land á vaktinni en sett var í 10 þar af einn sannkallaðann Víðidalsárrisa sem vanir menn töldu ekki undir 100 sm og þykkur eftir því en sá slapp í veiðistaðnum Dæli. Laxinn er kominn upp um alla á og til vitnis um það veiddust laxar í Laxapolli í Fitjá en það er ekki algengt að sjá lax svo ofarlega fyrstu veiðidagana. Stærsti laxinn sem kom upp var 92 sm og veiddist í Efri Kæli en þar kom einnig annar stórlax á land. Mikið líf var í Harðeyrarstreng eins og venjulega en alls komu 3 laxar á land þar og mikið líf var í öllum veiðistaðnum. Þetta er frábær opnun í Víðidalsá og það verður spennandi að sjá framhaldið næstu daga en menn eru farnir að spá góðu stórlaxasumri á norðurlandi því enn sem komið er sést varla neitt nema lax um og yfir 80 sm og það kvartar engin yfir því.
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði