Fín urriðaveiði í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2014 17:51 Haukur Böðvarsson með flottann urriða úr Þingvallavatni fyrir fáum dögum Það er töluvert af veiðimönnum sem hefur gert það gott í vorveiðinni í Þingvallavatni síðustu daga og urriðinn er oft á tíðum mjög vænn. Algengar stærðir eru 4-6 pund en nokkrir hafa þó veiðst sem eru stærri en ekki hafa fengist neinar staðfestar fréttir af fiskum yfir 20 pund eins og er en nokkrir slíkir veiðast yfirleitt á hverju vori. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og ekki er vitað af neinum brotum á þeirri reglu sem veit ekki á neitt nema gott. Þeir sem hafa nokkra reynslu af þessum vorveiðum á uriðanum eru duglegir að skipta um flugur og veiðiaðferðir, Þ.e.a.s. skipta um sökkenda, dráttarhraða og annað sem getur gefið árangur. Flugur eins og nobblerar hafa gefið ágætlega eins Black Ghost, Grey Ghost, Wolly Bugger og það eru jafnvel dæmi um að menn hafi sett í urriða á Snældur. Næstu 2-3 vikur ættu að vera mjög góðar svo lengi sem veðrið setur ekki strik í reikninginn. Eins er vert að hvetja veiðimenn til að hlífa urriðanum og stunda veitt og sleppt þar sem stofninn er ennþá að jafna sig eftir áralanga ofveiði. Nýlegar fréttir af veiðimönnum sem hafa veitt mikið af urriða frá bátum með agni sem í dag er ekki löglegt við vatnið á þessum tíma er ekki til fyrirmyndar og vonandi verða fréttir af slíku drápi ekki algengar í vor. Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Það er töluvert af veiðimönnum sem hefur gert það gott í vorveiðinni í Þingvallavatni síðustu daga og urriðinn er oft á tíðum mjög vænn. Algengar stærðir eru 4-6 pund en nokkrir hafa þó veiðst sem eru stærri en ekki hafa fengist neinar staðfestar fréttir af fiskum yfir 20 pund eins og er en nokkrir slíkir veiðast yfirleitt á hverju vori. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og ekki er vitað af neinum brotum á þeirri reglu sem veit ekki á neitt nema gott. Þeir sem hafa nokkra reynslu af þessum vorveiðum á uriðanum eru duglegir að skipta um flugur og veiðiaðferðir, Þ.e.a.s. skipta um sökkenda, dráttarhraða og annað sem getur gefið árangur. Flugur eins og nobblerar hafa gefið ágætlega eins Black Ghost, Grey Ghost, Wolly Bugger og það eru jafnvel dæmi um að menn hafi sett í urriða á Snældur. Næstu 2-3 vikur ættu að vera mjög góðar svo lengi sem veðrið setur ekki strik í reikninginn. Eins er vert að hvetja veiðimenn til að hlífa urriðanum og stunda veitt og sleppt þar sem stofninn er ennþá að jafna sig eftir áralanga ofveiði. Nýlegar fréttir af veiðimönnum sem hafa veitt mikið af urriða frá bátum með agni sem í dag er ekki löglegt við vatnið á þessum tíma er ekki til fyrirmyndar og vonandi verða fréttir af slíku drápi ekki algengar í vor.
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Töluvert af laxi í Soginu Veiði Höfundur Snældunnar látinn Veiði Þingvallableikjan farin að taka flugur veiðimanna Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Uppselt í Hítará Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Veiði Rabbi tekur við Norðurá til fimm ára Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði