Ytri Rangá gaf 72 laxa í gær Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2014 11:43 Þessi lax veiddist í Ytri Rangá fyrir fáum dögum Það eru aðeins tveir dagar þangað til öðru agni en flugu verður hleypt í Ytri Rangá en veiðin síðustu daga hefur verið mjög góð. Sem dæmi um góða veiði er gærdagurinn en þá veiddust 72 laxar í ánni en aðeins var veitt á 12 stangir. Þetta er afbragðs veiði á þessum tíma og á þessu ári þegar smálax hefur vantað í árnar en athygli vekur að góður hluti þessara laxa eru nýlega gengnir. Laxinn getur verið að ganga í ánna alveg fram í nóvember og haustveiðin er þess vegna oft mjög góður kostur og veiðileyfin að sama skapi ekki dýr. Það sem gerist venjulega þegar fyrsta maðkahollið mætir í ánna er að veiðitölurnar taka góðann kipp upp á við og það er ekkert ólíklegt verði aðstæður góðar að fyrsti dagurinn gæti gefið 100 laxa á land. Þannig dagar hafa verið árvissir í báðum Rangánum en samkvæmt okkar bestu upplýsingum hefur það ekki tekist í hvorugri ánni í sumar. Það virðist vera nokkuð af laxi á fletum veiðistöðum í Ytri Rangá svo það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist þegar annað agn en flugan fer í ánna. Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði
Það eru aðeins tveir dagar þangað til öðru agni en flugu verður hleypt í Ytri Rangá en veiðin síðustu daga hefur verið mjög góð. Sem dæmi um góða veiði er gærdagurinn en þá veiddust 72 laxar í ánni en aðeins var veitt á 12 stangir. Þetta er afbragðs veiði á þessum tíma og á þessu ári þegar smálax hefur vantað í árnar en athygli vekur að góður hluti þessara laxa eru nýlega gengnir. Laxinn getur verið að ganga í ánna alveg fram í nóvember og haustveiðin er þess vegna oft mjög góður kostur og veiðileyfin að sama skapi ekki dýr. Það sem gerist venjulega þegar fyrsta maðkahollið mætir í ánna er að veiðitölurnar taka góðann kipp upp á við og það er ekkert ólíklegt verði aðstæður góðar að fyrsti dagurinn gæti gefið 100 laxa á land. Þannig dagar hafa verið árvissir í báðum Rangánum en samkvæmt okkar bestu upplýsingum hefur það ekki tekist í hvorugri ánni í sumar. Það virðist vera nokkuð af laxi á fletum veiðistöðum í Ytri Rangá svo það verður spennandi að fylgjast með því sem gerist þegar annað agn en flugan fer í ánna.
Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði 540 fiskar á land á sjö dögum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði