Laugardalsá fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2014 17:12 Guðbrandur Haraldsson með 89 sm nýgengin lax úr Laugardalsá Mynd: Helgi Guðbrandsson Laugardalsá opnaði í fyrradag og veiðimönnum til mikillar ánægju var lax að finna nokkuð víða í ánni og allt vel haldinn tveggja ára lax. Nýjir leigutakar tóku við ánni í vetur og er þetta fyrsta sumarið sem þeir eru með ánna. Nú er eingöngu veitt á flugu og kvótamörk sett á veiðimenn til að vinna markvisst að því að byggja upp stofninn í ánni og hafa veiðimenn tekið þessari breytingu vel því uppselt er í ánna fyrir utan að tvær stangir eru lausar í byrjun ágúst. Helgi Guðbrandsson er einn af forsvarsmönnum Laugardalsár og við heyrðum í honum eftir opnun hennar. "Við lönduðum 2 Löxum 76 og 89 cm og settum í 4 til viðbótar sem við náðum ekki að landa. Það var flott vatn í anni og við urðum varir við fisk á nokkrum stöðum. Við sáum lika nokkra fallega tveggja ára laxa við stigann i gljúfrinu og vonandi sjást fleiri mæta á næstu dögum. Það verður gaman að fylgjast með hvernig veiðist næstu daga". Stangveiði Mest lesið Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Vötn og Veiði komin út Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði
Laugardalsá opnaði í fyrradag og veiðimönnum til mikillar ánægju var lax að finna nokkuð víða í ánni og allt vel haldinn tveggja ára lax. Nýjir leigutakar tóku við ánni í vetur og er þetta fyrsta sumarið sem þeir eru með ánna. Nú er eingöngu veitt á flugu og kvótamörk sett á veiðimenn til að vinna markvisst að því að byggja upp stofninn í ánni og hafa veiðimenn tekið þessari breytingu vel því uppselt er í ánna fyrir utan að tvær stangir eru lausar í byrjun ágúst. Helgi Guðbrandsson er einn af forsvarsmönnum Laugardalsár og við heyrðum í honum eftir opnun hennar. "Við lönduðum 2 Löxum 76 og 89 cm og settum í 4 til viðbótar sem við náðum ekki að landa. Það var flott vatn í anni og við urðum varir við fisk á nokkrum stöðum. Við sáum lika nokkra fallega tveggja ára laxa við stigann i gljúfrinu og vonandi sjást fleiri mæta á næstu dögum. Það verður gaman að fylgjast með hvernig veiðist næstu daga".
Stangveiði Mest lesið Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Formaður SVFR: Ljóst að Norðurá verður boðin út í vetur Veiði Veiði í Þingvallavatni hefst tíu dögum fyrr Veiði Vötn og Veiði komin út Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Veiði lokið í Norðurá Veiði Bleikjan er taka við sér í Elliðavatni Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði