37 punda risalax úr ánni Dee Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2014 09:08 Áin Dee í Skotlandi er ein af þessum ám sem marga veiðimenn dreymir um að veiða enda er saga stangveiða í ánni mjög gömul og hefðin rík. Það er nokkur hópur Íslendinga sem hefur veitt í ánni með liðsinni Lax-Á sem meðal annars selur ferðir í ánna. Umhverfið við ánna er mjög fallegt og á stærstum kafla gróið og umlukið misþéttu skóglendi sem gerir þetta klárlega að annari veiðiupplifun en að veiða á Íslandi. Síðasta miðvikudag veiddist svo lax í ánni sem er stærsti laxinn úr henni í sumar og líklega nokkrum árum betur en hann var vigtaður 37 pund í viðurvist leiðsögumanna við ánna sem staðfestu stærð hans en líklegt er að hann hafi veirð nær 40 pundum þegar hann gekk í ánna. Nokkrir svona drekar, eða í það minnsta áætlaðir nálægt þessari stærð, hafa sést í ánum hér heima í sumar og flestir þeirra í Laxá í Aðaldal en stórlöxum yfir 100 cm fjölgar þar á hverju ári og eftirspurn eftir veiðileyfum á svæðum þar sem von á stórlaxi er há er mjög mikil. Þessu þakka veiðimenn þá helst aukningu á veitt og sleppt á laxi í ánum. Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði
Áin Dee í Skotlandi er ein af þessum ám sem marga veiðimenn dreymir um að veiða enda er saga stangveiða í ánni mjög gömul og hefðin rík. Það er nokkur hópur Íslendinga sem hefur veitt í ánni með liðsinni Lax-Á sem meðal annars selur ferðir í ánna. Umhverfið við ánna er mjög fallegt og á stærstum kafla gróið og umlukið misþéttu skóglendi sem gerir þetta klárlega að annari veiðiupplifun en að veiða á Íslandi. Síðasta miðvikudag veiddist svo lax í ánni sem er stærsti laxinn úr henni í sumar og líklega nokkrum árum betur en hann var vigtaður 37 pund í viðurvist leiðsögumanna við ánna sem staðfestu stærð hans en líklegt er að hann hafi veirð nær 40 pundum þegar hann gekk í ánna. Nokkrir svona drekar, eða í það minnsta áætlaðir nálægt þessari stærð, hafa sést í ánum hér heima í sumar og flestir þeirra í Laxá í Aðaldal en stórlöxum yfir 100 cm fjölgar þar á hverju ári og eftirspurn eftir veiðileyfum á svæðum þar sem von á stórlaxi er há er mjög mikil. Þessu þakka veiðimenn þá helst aukningu á veitt og sleppt á laxi í ánum.
Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði