Frábær veiði í opnun Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2014 18:53 Fallegum fiski landað í Laxá í Mý í morgun Laxá í Mývatnssveit kemur vel undan vetri og það er ljóst að veiðimenn sem eiga daga þarna á næstunni verða í veislu. Vaskur hópur manna er við veiðar við ána og þeir virðast vera í góðri töku og vænum fiski. Snjór er alveg horfinn úr dalnum fyrir utan litla skafla ofar í hlíðunum og menn eru almennt sammála um að það vori fyrr við ána miðað við í fyrra. Fiskurinn er að taka hefðbundnar straumflugur en einnig er að veiðast vel á púpu og þurrflugu en í það heila eru komnir um 100 fiskar á land og mikið líf er á flestum veiðistöðum. Örfáar lausar stangir eru í Laxá í Mývatnssveit en meira er laust í Laxárdalinn en það svæði er oft vanmetið því að öllu jöfnu er fiskurinn þar stærri þó það sé ekki jafn mikið af honum og á efra svæðinu. Laxárdalurinn er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og þeir sem eiga eftir að prófa það ættu ekki að láta það framhjá sér fara. Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Laxá í Mývatnssveit kemur vel undan vetri og það er ljóst að veiðimenn sem eiga daga þarna á næstunni verða í veislu. Vaskur hópur manna er við veiðar við ána og þeir virðast vera í góðri töku og vænum fiski. Snjór er alveg horfinn úr dalnum fyrir utan litla skafla ofar í hlíðunum og menn eru almennt sammála um að það vori fyrr við ána miðað við í fyrra. Fiskurinn er að taka hefðbundnar straumflugur en einnig er að veiðast vel á púpu og þurrflugu en í það heila eru komnir um 100 fiskar á land og mikið líf er á flestum veiðistöðum. Örfáar lausar stangir eru í Laxá í Mývatnssveit en meira er laust í Laxárdalinn en það svæði er oft vanmetið því að öllu jöfnu er fiskurinn þar stærri þó það sé ekki jafn mikið af honum og á efra svæðinu. Laxárdalurinn er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og þeir sem eiga eftir að prófa það ættu ekki að láta það framhjá sér fara.
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði