Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2014 09:45 Þormóður Jónsson með flottann 100 sm hæng úr Dalsárós Mynd: FB Víðidalsá Víðidalsá er þekkt stórlaxaá og þangað fara margir veiðimenn reglulega til þess eins að eiga möguleika á slag við stórlax. Víðidalsá fer fljótlega í 400 laxa en heildarveiðin í fyrra var 909 laxar ásamt því að gífurlega mikið af bleikju var í ánni í fyrra sem bættu alverulega upp bleikjuleysi 2012. Veiðimenn sem hafa verið við ánna síðustu daga njóta þess að það hefur lækkað í ánni og greinilega hefur það komið laxinum af stað. Þormóður Jónsson hefur væntanlega fengið veiðilukkuna með sér þegar hann mætti í ánna en hann náði fjórum löxum sem allir voru yfir 90 sm og þar af einn 100 sm úr Dalsárós. Veiðin er aðeins rétt rúmlega hálfnuð í Víðidalnum og frábær tími eftir svo áin á ennþá eftir að bæta sig verulega í veiðitölum en hvort hún verði nálgæt veiðinni í fyrra verður bara að koma í ljós. Stangveiði Mest lesið Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxveiðin hafin í Skotlandi Veiði Veiðitölur úr öllum ám Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði
Víðidalsá er þekkt stórlaxaá og þangað fara margir veiðimenn reglulega til þess eins að eiga möguleika á slag við stórlax. Víðidalsá fer fljótlega í 400 laxa en heildarveiðin í fyrra var 909 laxar ásamt því að gífurlega mikið af bleikju var í ánni í fyrra sem bættu alverulega upp bleikjuleysi 2012. Veiðimenn sem hafa verið við ánna síðustu daga njóta þess að það hefur lækkað í ánni og greinilega hefur það komið laxinum af stað. Þormóður Jónsson hefur væntanlega fengið veiðilukkuna með sér þegar hann mætti í ánna en hann náði fjórum löxum sem allir voru yfir 90 sm og þar af einn 100 sm úr Dalsárós. Veiðin er aðeins rétt rúmlega hálfnuð í Víðidalnum og frábær tími eftir svo áin á ennþá eftir að bæta sig verulega í veiðitölum en hvort hún verði nálgæt veiðinni í fyrra verður bara að koma í ljós.
Stangveiði Mest lesið Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxveiðin hafin í Skotlandi Veiði Veiðitölur úr öllum ám Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Torfastaðir: Ódýr valkostur fyrir laxveiðimenn Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði