Blanda komin yfir 500 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2014 15:16 Laxi sleppt aftur í Blöndu Mynd: Lax-Á Á meðan árnar á Vesturlandi eru rólegar í gang fer lítið fyrir rólegheitum í Blöndu en áin er núna komin yfir 500 laxa og verður með þessu áframhaldi fyrst yfir 1000 laxa. Það er, eins og maðurinn sagði, bullandi gangur í Blöndu og veiðin hreint út sagt frábær í ánni. Mest veiðist á svæði I en þar komu til að mynda upp 44 laxar í gær og meira og minna allt fallegur tveggja ára lax þó minni lax slæðist með. Göngur hafa verið með besta móti en sá tími sem er að fara í gang er þó besti tíminn í ánni og það er því ekkert ósennilegt að það sé hægt að gera ráð fyrir 50 löxum eða meira á dag næstu daga þá verður áin komin yfir 1000 laxa áður en mánuðurinn er hálfnaður. Laxinn er snöggur upp ánna og þegar hefur orðið vart við nokkuð af laxi á efri svæðunum en þau hafa verið minna stunduð síðustu daga. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Á meðan árnar á Vesturlandi eru rólegar í gang fer lítið fyrir rólegheitum í Blöndu en áin er núna komin yfir 500 laxa og verður með þessu áframhaldi fyrst yfir 1000 laxa. Það er, eins og maðurinn sagði, bullandi gangur í Blöndu og veiðin hreint út sagt frábær í ánni. Mest veiðist á svæði I en þar komu til að mynda upp 44 laxar í gær og meira og minna allt fallegur tveggja ára lax þó minni lax slæðist með. Göngur hafa verið með besta móti en sá tími sem er að fara í gang er þó besti tíminn í ánni og það er því ekkert ósennilegt að það sé hægt að gera ráð fyrir 50 löxum eða meira á dag næstu daga þá verður áin komin yfir 1000 laxa áður en mánuðurinn er hálfnaður. Laxinn er snöggur upp ánna og þegar hefur orðið vart við nokkuð af laxi á efri svæðunum en þau hafa verið minna stunduð síðustu daga.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði