Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2014 11:52 Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði
Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Laxá í Kjós Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði