Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2014 10:52 King Salmon er með stærstu laxategundum sem eru til Íslenskir veiðimenn halda sig ekki bara við heimavötnin en nokkuð stór hópur fer utan á hverju ári til að veiða og hafa helstu áfangastaðir verið Rússland, Noregur og England. Bandaríkin hafa ekki mikið verið sótt en þó í einhverjum mæli en það gæti verið að breytast þar sem Árni Jónsson í Veiðibúðinni við Lækinn ætlar m.a. að bjóða uppá ferðir til Washington fylkis á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt öðrum. Mikið tegundaúrval af laxfiskum er að finna á þessum slóðum eins og Hnúðlax (Pink salmon), Rauðlax (Sockeye), Silvurlax (Coho), Hundalax (Chum) og Kóngalax (King) en einnig verður boðið uppá veiði á Stálhaus, Strandsilung, Regnbogasilung, en hann er upprunalega ættaður frá þessum svæðum, bleikju og miklu meira. Nokkur fjöldi ársvæða er í boði og það sem helst kveikir í mönnum sem skoða þennan möguleika er að stangardagurinn er á um 50.000 krónur með öllu, þ.e.a.s. mat, gisting, leiðsögn, akstur o.fl. Svo er við því að bæta að það verður kynning í húsnæði Ármanna, Dugguvogi 13 næsta mánudag, kl 20:00 (22/09) fyrir þá sem vilja fá frekari kynningu á þessari spennandi ferð. Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði
Íslenskir veiðimenn halda sig ekki bara við heimavötnin en nokkuð stór hópur fer utan á hverju ári til að veiða og hafa helstu áfangastaðir verið Rússland, Noregur og England. Bandaríkin hafa ekki mikið verið sótt en þó í einhverjum mæli en það gæti verið að breytast þar sem Árni Jónsson í Veiðibúðinni við Lækinn ætlar m.a. að bjóða uppá ferðir til Washington fylkis á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt öðrum. Mikið tegundaúrval af laxfiskum er að finna á þessum slóðum eins og Hnúðlax (Pink salmon), Rauðlax (Sockeye), Silvurlax (Coho), Hundalax (Chum) og Kóngalax (King) en einnig verður boðið uppá veiði á Stálhaus, Strandsilung, Regnbogasilung, en hann er upprunalega ættaður frá þessum svæðum, bleikju og miklu meira. Nokkur fjöldi ársvæða er í boði og það sem helst kveikir í mönnum sem skoða þennan möguleika er að stangardagurinn er á um 50.000 krónur með öllu, þ.e.a.s. mat, gisting, leiðsögn, akstur o.fl. Svo er við því að bæta að það verður kynning í húsnæði Ármanna, Dugguvogi 13 næsta mánudag, kl 20:00 (22/09) fyrir þá sem vilja fá frekari kynningu á þessari spennandi ferð.
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Veiði