120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2014 11:59 Bárðarfoss í Brynjudalsá Í öldudal veiðitalna úr laxveiðiánum gleymist oft og iðullega að horfa á litlu árnar sem eru minna þekktar en geta oft gefið fína veiði. Litlar, nettar, 2-3 stanga ár eru um allt land og þeirra þekktust er auðvitað Laxá á Ásum sem við höfum sagt fréttir en það má heldur ekki gleyma góðum fréttum úr hinum litlu ánum. Ein af þeim er Úlfarsá eða Korpa en veiðin í henni í sumar hefur verið alveg ágæt og ekki mikil, ef einhver, niðursveifla í þeirri á. Hún er komin í 120 laxa sem þykir bara ágætt á rétt 6 vikum og aðeins á tvær stangir. Nokkuð af laxi er í ánni og sérstaklega í Stíflu þar sem hann safnast oft mikið saman en vandinn er að ná honum. Fiskurinn verður oft mjög styggur í veðri eins og er spáð í vikunni og þá gefa morgnarnir og kvöldin iðullega best. Það er stundum bara best að vera ekkert að veiða ánna frá 10:30 til 19:00, það hefur oft reynst best að ná morgninum og hvíla hana svo bara nógu vel. Brynjudalsá hefur að sama skapi verið ágæt í sumar en hún fer að detta í 100 laxa. Hún væri líklega með mun hærri veiðitölu ef ekki væri fyrir að maðkveiði hefur verið bönnuð. Fyrir þá sem veiða á flugu er besti tíminn framundan í Brynjudalsá því nú þegar er töluvert af laxi komið upp fyrir Efri Foss en þar er mjög gaman að eiga við hann á nettar flugustangir. Eins er nokkur sjóbirtingur kominn á efri svæðin líka og hann getur oft verið rígvænn. Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði
Í öldudal veiðitalna úr laxveiðiánum gleymist oft og iðullega að horfa á litlu árnar sem eru minna þekktar en geta oft gefið fína veiði. Litlar, nettar, 2-3 stanga ár eru um allt land og þeirra þekktust er auðvitað Laxá á Ásum sem við höfum sagt fréttir en það má heldur ekki gleyma góðum fréttum úr hinum litlu ánum. Ein af þeim er Úlfarsá eða Korpa en veiðin í henni í sumar hefur verið alveg ágæt og ekki mikil, ef einhver, niðursveifla í þeirri á. Hún er komin í 120 laxa sem þykir bara ágætt á rétt 6 vikum og aðeins á tvær stangir. Nokkuð af laxi er í ánni og sérstaklega í Stíflu þar sem hann safnast oft mikið saman en vandinn er að ná honum. Fiskurinn verður oft mjög styggur í veðri eins og er spáð í vikunni og þá gefa morgnarnir og kvöldin iðullega best. Það er stundum bara best að vera ekkert að veiða ánna frá 10:30 til 19:00, það hefur oft reynst best að ná morgninum og hvíla hana svo bara nógu vel. Brynjudalsá hefur að sama skapi verið ágæt í sumar en hún fer að detta í 100 laxa. Hún væri líklega með mun hærri veiðitölu ef ekki væri fyrir að maðkveiði hefur verið bönnuð. Fyrir þá sem veiða á flugu er besti tíminn framundan í Brynjudalsá því nú þegar er töluvert af laxi komið upp fyrir Efri Foss en þar er mjög gaman að eiga við hann á nettar flugustangir. Eins er nokkur sjóbirtingur kominn á efri svæðin líka og hann getur oft verið rígvænn.
Stangveiði Mest lesið Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði