Skoðaðu göngutölur laxa á netinu Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2014 19:48 Laxateljarinn við Skugga í Langá Mynd: www.vaki.is Laxateljarar eru víða í ám á Íslandi en það sem kannski færri vissu er að nokkrir þeirra eru komnir á netið þar sem hægt er að skoða tölur yfir göngur. Það er fyrirtækið Vaki sem framleiðir Riverwatcher og heldur úti heimasíðu þar sem upplýsingar um göngur í nokkrar ár eru aðgengilegar. Þetta eru upplýsingar sem gefa veiðimönnum og fræðimönnum í rannsóknum á laxfiskum mikið að vinna úr. Veiðimenn sjá hvernig göngurnar eru í ánni þeirra og það eru upplýsingar sem æ fleiri veiðimenn segja að séu aðkallandi á t.d. veiðileyfamarkaðnum í dag. Með því að hafa laxateljara í á má sjá nákvæmlega hvað gengur í ánna eða inná veiðisvæðið fyrir ofan teljarann. Það sem sést í þessu tilfelli, t.d. í Langá á Mýrum þar sem tveir teljarar eru staðsettir, er hversu mikið af laxi er eftir í ánni til að hrygna. Efri laxateljarinn er við Sveðjufoss sem er ólaxgengur og gangi t.d. 400 laxar í gegn og tvö hundurð veiðast eru 200 laxar eftir til að hrygna. Neðri teljarinn er í fossinum Skugga neðst í ánni og talið er að um helmingur göngunnar fari í gegnum hann. Langárteljararnir eru ekki komnir á netið en teljarinn í Glanna í Norðurá og teljarinn í Gljúfurá ásamt nokkrum öðrum ám eru á síðu Riverwatcher. Á árum eins og 2012 og 2014 sem eru dræm veiðiár er gott að hafa upplýsingar um göngustærðir og bera það saman við veiðitölur. Þá er hægt að sjá nokkuð öruggt hversu mikill fiskur er eftir í ánni til að hrygna og hvort samband sé t.d. milli stórra hrygningarárganga og stórra gönguárganga. Síða Riverwatcher er www.riverwatcherdaily.is Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Laxateljarar eru víða í ám á Íslandi en það sem kannski færri vissu er að nokkrir þeirra eru komnir á netið þar sem hægt er að skoða tölur yfir göngur. Það er fyrirtækið Vaki sem framleiðir Riverwatcher og heldur úti heimasíðu þar sem upplýsingar um göngur í nokkrar ár eru aðgengilegar. Þetta eru upplýsingar sem gefa veiðimönnum og fræðimönnum í rannsóknum á laxfiskum mikið að vinna úr. Veiðimenn sjá hvernig göngurnar eru í ánni þeirra og það eru upplýsingar sem æ fleiri veiðimenn segja að séu aðkallandi á t.d. veiðileyfamarkaðnum í dag. Með því að hafa laxateljara í á má sjá nákvæmlega hvað gengur í ánna eða inná veiðisvæðið fyrir ofan teljarann. Það sem sést í þessu tilfelli, t.d. í Langá á Mýrum þar sem tveir teljarar eru staðsettir, er hversu mikið af laxi er eftir í ánni til að hrygna. Efri laxateljarinn er við Sveðjufoss sem er ólaxgengur og gangi t.d. 400 laxar í gegn og tvö hundurð veiðast eru 200 laxar eftir til að hrygna. Neðri teljarinn er í fossinum Skugga neðst í ánni og talið er að um helmingur göngunnar fari í gegnum hann. Langárteljararnir eru ekki komnir á netið en teljarinn í Glanna í Norðurá og teljarinn í Gljúfurá ásamt nokkrum öðrum ám eru á síðu Riverwatcher. Á árum eins og 2012 og 2014 sem eru dræm veiðiár er gott að hafa upplýsingar um göngustærðir og bera það saman við veiðitölur. Þá er hægt að sjá nokkuð öruggt hversu mikill fiskur er eftir í ánni til að hrygna og hvort samband sé t.d. milli stórra hrygningarárganga og stórra gönguárganga. Síða Riverwatcher er www.riverwatcherdaily.is
Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði