Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2014 10:44 Steinsmýrarvötn hafa lifnað vel við og það hefur veiðst vel þar um helgina bæði sjóbirtingur og bleikja. Þetta er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og er alveg ferðarinnar virði frá Reykjavík en svæðið er 300 km frá bænum. Svæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í þau og úr og litlir hliðarlækir sömuleiðis. Þarna er að finna bæði sjóbirting og bleikju og er fiskurinn oft sæmilega vænn en meðalþyngdin t.d. í bleikjunni er 2-3 pund og stundum koma birtingar þarna sem slaga vel í 10 pundin. Við fréttum af veiðimönnunum sem skruppu á svæðið í tvo tíma um helgina og tóku um 40 fiska á stangirnar fjórar. Það er klárlega mikið líf á svæðinu á þessum tíma enda sjóbirtingurinn farinn að ganga. Þeir sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði geta skoðað lausar stangir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði
Steinsmýrarvötn hafa lifnað vel við og það hefur veiðst vel þar um helgina bæði sjóbirtingur og bleikja. Þetta er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og er alveg ferðarinnar virði frá Reykjavík en svæðið er 300 km frá bænum. Svæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í þau og úr og litlir hliðarlækir sömuleiðis. Þarna er að finna bæði sjóbirting og bleikju og er fiskurinn oft sæmilega vænn en meðalþyngdin t.d. í bleikjunni er 2-3 pund og stundum koma birtingar þarna sem slaga vel í 10 pundin. Við fréttum af veiðimönnunum sem skruppu á svæðið í tvo tíma um helgina og tóku um 40 fiska á stangirnar fjórar. Það er klárlega mikið líf á svæðinu á þessum tíma enda sjóbirtingurinn farinn að ganga. Þeir sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði geta skoðað lausar stangir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði