Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2014 19:15 Mynd: KL Það er vissulega minna komið í árnar af eins árs laxi en eðlilegt er en samt er önnur vending náttúrunnar að gera veiðimönnum erfitt fyrir. Það hafa varla komið nema fjórir til fimm þurrir dagar í margar vikur og árnar hafa margar hverjar ekki komist í kjörvatn í allt sumar. Það gerir það að verkum að oft er erfitt að finna laxinn í ánum og það hefur nokkur áhrif á veiðitölur því það er ekki öllum lagið að lesa vatnið og finna staðina sem laxinn leggst í þegar árnar hækka mikið. Lax er víða að veiðast á milli veiðistaða og á öðrum stöðum í hinum hefðbundnu veiðistöðum en hann er vanur að liggja við. Þetta gerir veiðina stundum bara meira krefjandi en þegar ofan á er lagt að göngur eru í minni mæli en á venjulegu ári reynir þetta oft á þolinmæðina. Nú sér loksins fram á minni væti og vonandi þurrann ágústmánuð sem verður til þess að árnar lækka og ennþá er krossað í bak og fyrir að göngurnar komi þó alla vega í einhverjum mæli seinni en venjulega, það myndi klárlega bjarga sumrinu fyrir marga veiðimenn. Lág vatnsstaða er einnig í nokkrum vötnum Veiðivatna og ekki liggja skýringar á lausu fyrir því fyrirbæri eins hvort það hafi haft áhrif á veiðina. Sumir veiðimenn hafa haft það á orði að minni veiði sé enn áður fyrr en á sama tíma koma vanir menn með mjög góðann afla eftir túr í vötnin. Þeir tala ekki um fiskleysi en segjast finna fyrir því að takan geti stundum verið léleg. Stangveiði Mest lesið Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði
Það er vissulega minna komið í árnar af eins árs laxi en eðlilegt er en samt er önnur vending náttúrunnar að gera veiðimönnum erfitt fyrir. Það hafa varla komið nema fjórir til fimm þurrir dagar í margar vikur og árnar hafa margar hverjar ekki komist í kjörvatn í allt sumar. Það gerir það að verkum að oft er erfitt að finna laxinn í ánum og það hefur nokkur áhrif á veiðitölur því það er ekki öllum lagið að lesa vatnið og finna staðina sem laxinn leggst í þegar árnar hækka mikið. Lax er víða að veiðast á milli veiðistaða og á öðrum stöðum í hinum hefðbundnu veiðistöðum en hann er vanur að liggja við. Þetta gerir veiðina stundum bara meira krefjandi en þegar ofan á er lagt að göngur eru í minni mæli en á venjulegu ári reynir þetta oft á þolinmæðina. Nú sér loksins fram á minni væti og vonandi þurrann ágústmánuð sem verður til þess að árnar lækka og ennþá er krossað í bak og fyrir að göngurnar komi þó alla vega í einhverjum mæli seinni en venjulega, það myndi klárlega bjarga sumrinu fyrir marga veiðimenn. Lág vatnsstaða er einnig í nokkrum vötnum Veiðivatna og ekki liggja skýringar á lausu fyrir því fyrirbæri eins hvort það hafi haft áhrif á veiðina. Sumir veiðimenn hafa haft það á orði að minni veiði sé enn áður fyrr en á sama tíma koma vanir menn með mjög góðann afla eftir túr í vötnin. Þeir tala ekki um fiskleysi en segjast finna fyrir því að takan geti stundum verið léleg.
Stangveiði Mest lesið Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði