Laxinn í Langá bíður eftir lækkandi vatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2014 14:23 Veiðin í Langá er búin að vera heldur róleg frá opnun en þar eins og víða er vatnsmagnið að gefa veiðimönnum og löxum erfitt fyrir. Þrátt fyrir þetta mikla vatn gengu um 40 laxar í gegnum teljarann i fyrradag og þá má reikna með að annað eins eða meira fari upp fossinn Skugga. Eitt af því sem heldur veiðitölum niðri er gífurlega mikið vatn er í ánni og veiðistaðir sem yfirleitt gefa mikið á þessum tíma, eins og Strengir, eru óveiðanlegir sökum vatnsmagns. Annað gott dæmi um mikið vat í ánni er lýsing á núverandi ástandi í Efri Hvítstaðahyl (nr 41) og Ármótum. Í Efri Hvítstaðahyl liggur strengurinn alveg að klettsnefinu en er venjulega dáinn út 10 metrum ofar eða meira. Í Ármótum (nr 93) liggur strengur niður með klöppum að austanverðu en núna liggur hann niður að grasbala um 100 metrum neðar. Við þessar aðstæður liggur laxinn ekki á neinum hefðbundnum tökustöðum svo það er mikil áskorun í að leita á milli veiðistaða og alls ekki allra að gera það vel. Við ræddum við Jón sem hefur haldið utan um staðarhald í sumar og hann sagði að veiðimenn og leiðsögumenn hefðu síðustu daga séð 50-100 laxa torfum svamla utan í Sjávarfossi þar sem áin fellur af klettum beint í sjó en aðeins lítið brot af þessum fiski færi upp ána og þar hefur vatnsmagnið mikið að segja. Það má reikna með að þegar það lækkar í henni verði þessi lax fljótur að stinga sér upp en til þess að það erist þarf að hætta að rigna og því miður er rigning og meiri rigning í kortunum framundan. Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði
Veiðin í Langá er búin að vera heldur róleg frá opnun en þar eins og víða er vatnsmagnið að gefa veiðimönnum og löxum erfitt fyrir. Þrátt fyrir þetta mikla vatn gengu um 40 laxar í gegnum teljarann i fyrradag og þá má reikna með að annað eins eða meira fari upp fossinn Skugga. Eitt af því sem heldur veiðitölum niðri er gífurlega mikið vatn er í ánni og veiðistaðir sem yfirleitt gefa mikið á þessum tíma, eins og Strengir, eru óveiðanlegir sökum vatnsmagns. Annað gott dæmi um mikið vat í ánni er lýsing á núverandi ástandi í Efri Hvítstaðahyl (nr 41) og Ármótum. Í Efri Hvítstaðahyl liggur strengurinn alveg að klettsnefinu en er venjulega dáinn út 10 metrum ofar eða meira. Í Ármótum (nr 93) liggur strengur niður með klöppum að austanverðu en núna liggur hann niður að grasbala um 100 metrum neðar. Við þessar aðstæður liggur laxinn ekki á neinum hefðbundnum tökustöðum svo það er mikil áskorun í að leita á milli veiðistaða og alls ekki allra að gera það vel. Við ræddum við Jón sem hefur haldið utan um staðarhald í sumar og hann sagði að veiðimenn og leiðsögumenn hefðu síðustu daga séð 50-100 laxa torfum svamla utan í Sjávarfossi þar sem áin fellur af klettum beint í sjó en aðeins lítið brot af þessum fiski færi upp ána og þar hefur vatnsmagnið mikið að segja. Það má reikna með að þegar það lækkar í henni verði þessi lax fljótur að stinga sér upp en til þess að það erist þarf að hætta að rigna og því miður er rigning og meiri rigning í kortunum framundan.
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði