Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2014 20:04 Hlutfall tveggja ára laxa er einstaklega gott í Eystri Rangá Þegar þessi orð eru sleginn í tölvuna styttist í að vikuleg samantekt á veiðitölum komi frá Landssambandi Veiðifélaga og það er ekki laust við að spenna sé í loftinu. Það fer ekkert á milli mála að eitthvað mikið er að í smálaxagöngunum en það sem bætir þær upp víðast hvar eru sterkar stórlaxagöngur sem hafa borið uppi veiðina í mörgum ánum. Svo eru nokkrar ár sem virðast vera á góðu róli og sýna enga eftirgjöf og þeirra á meðal er Eystri Rangá. Þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður þegar áin hefru vaxið mikið, farið í lit og ofan á lagt verið leiðindarveður bar samanburðarvikan 3-10 júlí milli áranna 2013 og 2014 núverandi ári í hag svo það munaði 48 löxum. Veiðin 2013 í Eystri Rangá var 4797 laxar og menn velta því fyrir sér hvort áin finni ekki fyrir vöntun á smálaxi þetta árið og haldi dampi? Göngur í ánna eru ágætar og vaxandi en áin fer yfirleitt ekki í fullann gír fyrr en eftir miðjan júlí. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvort Eystri Rangá kemur til með að standa upp úr í sumar eins og mörg önnur ár. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði
Þegar þessi orð eru sleginn í tölvuna styttist í að vikuleg samantekt á veiðitölum komi frá Landssambandi Veiðifélaga og það er ekki laust við að spenna sé í loftinu. Það fer ekkert á milli mála að eitthvað mikið er að í smálaxagöngunum en það sem bætir þær upp víðast hvar eru sterkar stórlaxagöngur sem hafa borið uppi veiðina í mörgum ánum. Svo eru nokkrar ár sem virðast vera á góðu róli og sýna enga eftirgjöf og þeirra á meðal er Eystri Rangá. Þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður þegar áin hefru vaxið mikið, farið í lit og ofan á lagt verið leiðindarveður bar samanburðarvikan 3-10 júlí milli áranna 2013 og 2014 núverandi ári í hag svo það munaði 48 löxum. Veiðin 2013 í Eystri Rangá var 4797 laxar og menn velta því fyrir sér hvort áin finni ekki fyrir vöntun á smálaxi þetta árið og haldi dampi? Göngur í ánna eru ágætar og vaxandi en áin fer yfirleitt ekki í fullann gír fyrr en eftir miðjan júlí. Það verður þess vegna spennandi að sjá hvort Eystri Rangá kemur til með að standa upp úr í sumar eins og mörg önnur ár.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði