Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Karl Lúðvíksson skrifar 17. júlí 2014 12:57 Laxi landað í Þverá Veiðin í Þverá og Kjarrá er búin að vera góð samkvæmt leigutakanum Ingólfi Ágeirssyni en þar á bæ reikna menn með að áin gæti náð 1300-1600 löxum í sumar ef áfram heldur sem horfir Það voru rangar tölur á bak við samanburð á veiðitölum í Þverá í frétt í morgun og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Við ræddum við Ingólf áðan og þegar veiðitölur eru skoðaðar er ástandið í Þverá og Kjarrá ágætt miðað við að mikið vatn gerir veiðimönnum erfitt fyrir. Áin er komin í 505 laxa sem er mun betri veiði en 2012 og veiðin er þrátt fyrir aðstæður á góðum dampi svo útkoman í sumar getur orðið mjög fín, svo ekki sé talandi um ef vatn færi sjatnandi. Stórlaxinn hefur sótt í sig veðrið í Þverá og Kjarrá og Ingólfur reiknaði með að meira en helmingur aflans í dag væri tveggja ára lax og hefur ekki viðlíka hlutfall sést áður. Ekkert lát virðist vera á göngum af tveggja ára laxi en eins og annars staðar er minna af smálaxi en áður en þó fer það skánandi. Sem dæmi um góða veiði í erfiðum aðstæðum voru bresk hjón að ljúka veiðum í dag með 17 laxa á þremur dögum og þar af einn 18 punda og mest allur aflinn var tveggja ára lax. Það kvartar engin yfir svoleiðis aflabrögðum. Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði
Veiðin í Þverá og Kjarrá er búin að vera góð samkvæmt leigutakanum Ingólfi Ágeirssyni en þar á bæ reikna menn með að áin gæti náð 1300-1600 löxum í sumar ef áfram heldur sem horfir Það voru rangar tölur á bak við samanburð á veiðitölum í Þverá í frétt í morgun og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Við ræddum við Ingólf áðan og þegar veiðitölur eru skoðaðar er ástandið í Þverá og Kjarrá ágætt miðað við að mikið vatn gerir veiðimönnum erfitt fyrir. Áin er komin í 505 laxa sem er mun betri veiði en 2012 og veiðin er þrátt fyrir aðstæður á góðum dampi svo útkoman í sumar getur orðið mjög fín, svo ekki sé talandi um ef vatn færi sjatnandi. Stórlaxinn hefur sótt í sig veðrið í Þverá og Kjarrá og Ingólfur reiknaði með að meira en helmingur aflans í dag væri tveggja ára lax og hefur ekki viðlíka hlutfall sést áður. Ekkert lát virðist vera á göngum af tveggja ára laxi en eins og annars staðar er minna af smálaxi en áður en þó fer það skánandi. Sem dæmi um góða veiði í erfiðum aðstæðum voru bresk hjón að ljúka veiðum í dag með 17 laxa á þremur dögum og þar af einn 18 punda og mest allur aflinn var tveggja ára lax. Það kvartar engin yfir svoleiðis aflabrögðum.
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði