38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2014 21:50 Veitt í Tunguvaði Eystri Rangá Eystri Rangá er greinilega komin i gang og veiðimönnum til mikillar ánægju er stærsti hluti aflans vænn tveggja ára lax. Þegar veiðibækurnar eru skoðaðar vikuna 10-17. júlí kemur í ljós að aukning í veiði er 38% frá því í fyrra sem þó var metár á landsvísu og þessi aukning kemur því vel á óvart því líklega töldu fáir að hægt væri að gera betur og hvað þá á sumri eins og núna sem stefnir í að vera undir meðallagi víða. Í samanburði gaf þessi vika 184 laxa í fyrra en núna hafa veiðst 253 laxar sömu viku og það er góður kraftur í göngum þessa dagana. Þrátt fyrir að áin hafi verið bólgin og veður veiðimönnum ekki hagstætt hefur það lítið stoppað góða veiði og samt er sá tími framundan sem veiðin er best. Það má þess vegna reikna með að það styttist hratt í 100 laxa daga í ánni. Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Sækir sér í soðið í Elliðavatn Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Lífleg vatnaveiði síðustu daga Veiði
Eystri Rangá er greinilega komin i gang og veiðimönnum til mikillar ánægju er stærsti hluti aflans vænn tveggja ára lax. Þegar veiðibækurnar eru skoðaðar vikuna 10-17. júlí kemur í ljós að aukning í veiði er 38% frá því í fyrra sem þó var metár á landsvísu og þessi aukning kemur því vel á óvart því líklega töldu fáir að hægt væri að gera betur og hvað þá á sumri eins og núna sem stefnir í að vera undir meðallagi víða. Í samanburði gaf þessi vika 184 laxa í fyrra en núna hafa veiðst 253 laxar sömu viku og það er góður kraftur í göngum þessa dagana. Þrátt fyrir að áin hafi verið bólgin og veður veiðimönnum ekki hagstætt hefur það lítið stoppað góða veiði og samt er sá tími framundan sem veiðin er best. Það má þess vegna reikna með að það styttist hratt í 100 laxa daga í ánni.
Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Sækir sér í soðið í Elliðavatn Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Lífleg vatnaveiði síðustu daga Veiði