8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 08:45 Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp. Stangveiði Mest lesið Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði
Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp.
Stangveiði Mest lesið Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði