Aðeins einn lax undir 80 sm úr Húseyjakvísl Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2014 09:26 92 sm lax sem Jóhann Kristinn landaði í fyrradag og var sleppt eftir snögga myndatöku á bakkanum Húseyjakvísl hefur farið afskaplega vel af stað og opnunarhollið sem var við ánna í tvo daga gerði góðann túr í ánna. Það voru strákarnir í Mokveiðifélaginu sem opnuðu Húseyjakvísl eins og í fyrra og voru þeir sammála um að mun meira af fiski væri í ánni núna heldur en í fyrra. Þeir félagar veiddu 15 laxa og tvo sjóbirtinga en þar með er ekki öll sagan sögð. Stærstu laxarnir voru 94 sm og 92 sm langir, minnsti laxinn var 78 sem og sjóbirtingarnir voru 74 sm og 70 sm langir. Þegar síðasta holl lauk veiðum var staðan sú að 28 laxar voru komnir á land og aðeins einn smá lax kominn í bókina. Jóhann Kristinn Jóhannsson var við veiðar í ánni og lauk veiðum í gær ásamt veiðifélögum við afleitar aðstæður en þar eins og annars staðar er búið að vera úrhellisrigning og mikið hvassviðri. Þrátt fyrir að áin hafi bólgnað upp og farið í lit náði hann einum 92 sm hæng og missti annan líklega álíka vænann sem sleit tauminn. Síðan veitt og sleppt var innleitt í ánni hefur hún vaxið sem stórlaxaá og veiðin í henni byrjar fyrr og er mun betri en áður þegar laxinn var drepinn. Eins og venjulega eru menn ekki allir sammála um að fá ekki að taka með sér lax heim úr veiðinni en það er ekki það hugarfar sem hrjáir veiðimenn sem sækja í Húseyjakvísl því áin er uppseld og biðlisti eftir því að komast í ánna. Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði
Húseyjakvísl hefur farið afskaplega vel af stað og opnunarhollið sem var við ánna í tvo daga gerði góðann túr í ánna. Það voru strákarnir í Mokveiðifélaginu sem opnuðu Húseyjakvísl eins og í fyrra og voru þeir sammála um að mun meira af fiski væri í ánni núna heldur en í fyrra. Þeir félagar veiddu 15 laxa og tvo sjóbirtinga en þar með er ekki öll sagan sögð. Stærstu laxarnir voru 94 sm og 92 sm langir, minnsti laxinn var 78 sem og sjóbirtingarnir voru 74 sm og 70 sm langir. Þegar síðasta holl lauk veiðum var staðan sú að 28 laxar voru komnir á land og aðeins einn smá lax kominn í bókina. Jóhann Kristinn Jóhannsson var við veiðar í ánni og lauk veiðum í gær ásamt veiðifélögum við afleitar aðstæður en þar eins og annars staðar er búið að vera úrhellisrigning og mikið hvassviðri. Þrátt fyrir að áin hafi bólgnað upp og farið í lit náði hann einum 92 sm hæng og missti annan líklega álíka vænann sem sleit tauminn. Síðan veitt og sleppt var innleitt í ánni hefur hún vaxið sem stórlaxaá og veiðin í henni byrjar fyrr og er mun betri en áður þegar laxinn var drepinn. Eins og venjulega eru menn ekki allir sammála um að fá ekki að taka með sér lax heim úr veiðinni en það er ekki það hugarfar sem hrjáir veiðimenn sem sækja í Húseyjakvísl því áin er uppseld og biðlisti eftir því að komast í ánna.
Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði