Laxinn mættur í Affallið og Þverá í Fljótshlíð Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2014 09:03 Góð morgunveiði úr Þverá í byrjun júlí í fyrra. Þverá í Fljótshlíð og Affallið í Landeyjum hafa verið mjög vinsæl veiðisvæði síðustu 3-4 ár enda hefur veiðin verið góð og verð veiðileyfa stillt í hóf. Gott verð á leyfunum á góð veiði dregur að þá sem eru að byrja í veiðinni en eins er algengt að fjölskyldur taki allar stangirnar og njóti þá næðis við árnar. Fyrstu laxarnir eru komnir á land úr þeim báðum og þrátt fyrir úrhelli um helgina veiddust nokkrir laxar í báðum ánum. Í Þverá veiddust tveir laxar við Bollabot sem er einn af efstu stöðunum í ánni og þar sáust fleiri laxar. Einn lax kom úr Affallinu en þar var áin bólgin og lituð eins og flestar ár á landinu þessa dagana. Það var Oddur Þorri Viðarsson sem veiddi báðar árnar en hann þekkir þær vel og veit hvar laxarnir liggja þegar þeir mæta snemma í þær. Báðar árnar hafa frekar verið taldar síðsumarsár en stundum getur veiðin engu að síður byrjað vel strax í júní og haldið dampi allt sumarið. Auðvelt aðgengi og nett vatn gera báðar árnar að fyrirtaks ám fyrir byrjendu og fjölskyldufólk og það þarf ekki jeppa til að komast um svæðið því þokkalegir vegir liggja með og að veiðistöðum í þeim báðum. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Lúsugur lax 82 km frá sjó Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði
Þverá í Fljótshlíð og Affallið í Landeyjum hafa verið mjög vinsæl veiðisvæði síðustu 3-4 ár enda hefur veiðin verið góð og verð veiðileyfa stillt í hóf. Gott verð á leyfunum á góð veiði dregur að þá sem eru að byrja í veiðinni en eins er algengt að fjölskyldur taki allar stangirnar og njóti þá næðis við árnar. Fyrstu laxarnir eru komnir á land úr þeim báðum og þrátt fyrir úrhelli um helgina veiddust nokkrir laxar í báðum ánum. Í Þverá veiddust tveir laxar við Bollabot sem er einn af efstu stöðunum í ánni og þar sáust fleiri laxar. Einn lax kom úr Affallinu en þar var áin bólgin og lituð eins og flestar ár á landinu þessa dagana. Það var Oddur Þorri Viðarsson sem veiddi báðar árnar en hann þekkir þær vel og veit hvar laxarnir liggja þegar þeir mæta snemma í þær. Báðar árnar hafa frekar verið taldar síðsumarsár en stundum getur veiðin engu að síður byrjað vel strax í júní og haldið dampi allt sumarið. Auðvelt aðgengi og nett vatn gera báðar árnar að fyrirtaks ám fyrir byrjendu og fjölskyldufólk og það þarf ekki jeppa til að komast um svæðið því þokkalegir vegir liggja með og að veiðistöðum í þeim báðum.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Lúsugur lax 82 km frá sjó Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði